Martha Lilja verður framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 11:11 Martha Lilja Olsen hefur verið skipuð framkvæmdastjóri Janfréttisstofu. Stjórnarráðið Martha Lilja Olsen hefur verið skipuð framkvæmdastjóri Janfréttisstofu. Það er Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sem skipar Mörthu í embættið en alls sóttu sex um embættið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að niðurstaða ráðherra um skipun Mörtu byggi á heildarmati en bakgrunnur Mörthu falli best að starfslýsingu og hún því metin hæfust í starfið. „Martha Lilja Olsen lauk B.A.-prófi í sagnfræði með íslensku sem aukagrein árið 2003 og M.A.-prófi í hagnýtum hagvísindum árið 2006. Martha Lilja lauk diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2009 og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2019 við sama skóla,” segir í tilkyningunni. Þá hefur Martha Lilja starfað sem skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri frá árinu 2015 en þar á undan var hún deildarstjóri rekstrardeildar Skattstofu Vestfjarðaumdæmis árin 1999 til 2005, kennslustjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða á árunum 2006 til 2011 og þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins frá 2011 til 2015. „Þá hefur Martha Lilja reynslu af rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu og fjárhagsáætlanagerð, auk þess sem hún hefur komið að stórum verkefnum á sviði stefnumótunar. Þá hefur Martha Lilja öðlast þekkingu og reynslu á sviði jafnréttismála með vinnu við heildarendurskoðun á jafnréttisáætlun og innleiðingu jafnlaunastaðalsins við Háskólann á Akureyri, auk þess sem hún stýrði innri úttekt jafnlaunakerfis skólans fyrstu árin,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hlutverk Jafnréttisstofu er að annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, að því er segir um hlutverk stofnunarinnar á heimasíðu Janfréttisstofu. Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að niðurstaða ráðherra um skipun Mörtu byggi á heildarmati en bakgrunnur Mörthu falli best að starfslýsingu og hún því metin hæfust í starfið. „Martha Lilja Olsen lauk B.A.-prófi í sagnfræði með íslensku sem aukagrein árið 2003 og M.A.-prófi í hagnýtum hagvísindum árið 2006. Martha Lilja lauk diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2009 og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2019 við sama skóla,” segir í tilkyningunni. Þá hefur Martha Lilja starfað sem skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri frá árinu 2015 en þar á undan var hún deildarstjóri rekstrardeildar Skattstofu Vestfjarðaumdæmis árin 1999 til 2005, kennslustjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða á árunum 2006 til 2011 og þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins frá 2011 til 2015. „Þá hefur Martha Lilja reynslu af rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu og fjárhagsáætlanagerð, auk þess sem hún hefur komið að stórum verkefnum á sviði stefnumótunar. Þá hefur Martha Lilja öðlast þekkingu og reynslu á sviði jafnréttismála með vinnu við heildarendurskoðun á jafnréttisáætlun og innleiðingu jafnlaunastaðalsins við Háskólann á Akureyri, auk þess sem hún stýrði innri úttekt jafnlaunakerfis skólans fyrstu árin,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hlutverk Jafnréttisstofu er að annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, að því er segir um hlutverk stofnunarinnar á heimasíðu Janfréttisstofu.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira