Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:03 Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun