Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 07:31 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar átti fund með forseta Íslands í gær líkt og aðrir formenn stjórnmálaflokkanna. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. Þetta kemur fram í bréfi Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins sem birt er á heimasíðu flokksins. Í bréfinu segir Kristrún mikil tækifæri felast í því fyrir þjóðina að nú sé komið á kosningum um leið og hún kallar eftir stuðningi jafnaðarfólks við kosningabaráttu flokksins í gegnum framlög í kosningasjóð. „Á næstu vikum munum við svo blása til kosningabaráttu af fullum krafti. Og þá verður verkefni okkar að virkja fjölda fólks með fjölbreyttum hætti til að tryggja sigur Samfylkingar. Nú er tækifærið. Ég yrði virkilega þakklát fyrir þinn stuðning,” skrifar Kristrún meðal annars. „Við getum ekki tekið neinu sem gefnu um niðurstöður kosninga. Það er til staðar raunveruleg hætta á því að við vöknum þann 1. desember næstkomandi og núverandi ríkisstjórn haldi meirihluta sínum – eða geti bætt við sig fjórða flokknum. Það er líka til staðar raunveruleg hætta á harðri hægristjórn. Okkur jafnaðarfólki ber siðferðileg skylda til að bjóða þjóðinni betri valkost en hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ skrifar Kristrún ennfremur. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins sem birt er á heimasíðu flokksins. Í bréfinu segir Kristrún mikil tækifæri felast í því fyrir þjóðina að nú sé komið á kosningum um leið og hún kallar eftir stuðningi jafnaðarfólks við kosningabaráttu flokksins í gegnum framlög í kosningasjóð. „Á næstu vikum munum við svo blása til kosningabaráttu af fullum krafti. Og þá verður verkefni okkar að virkja fjölda fólks með fjölbreyttum hætti til að tryggja sigur Samfylkingar. Nú er tækifærið. Ég yrði virkilega þakklát fyrir þinn stuðning,” skrifar Kristrún meðal annars. „Við getum ekki tekið neinu sem gefnu um niðurstöður kosninga. Það er til staðar raunveruleg hætta á því að við vöknum þann 1. desember næstkomandi og núverandi ríkisstjórn haldi meirihluta sínum – eða geti bætt við sig fjórða flokknum. Það er líka til staðar raunveruleg hætta á harðri hægristjórn. Okkur jafnaðarfólki ber siðferðileg skylda til að bjóða þjóðinni betri valkost en hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ skrifar Kristrún ennfremur.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira