Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 15:07 Frá undirritun samningsins í morgun. Frá vinstri: John Lysebjerg Rasmusen, sölustjóri suður- Evrópu hjá Icelandair, Henri-Charles Ozarovsky, yfirmaður alþjóðamála hjá TAP, Mário Chaves, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs TAP, Luís Rodrigues, forstjóri TAP, Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðamála hjá Icelandair og Mahesbin Samssudin yfirmaður samstarfs hjá TAP. Icelandair Icelandair og portúgalska þjóðarflugfélagið TAP hafa undirritað samstarfssamning um sammerkt flug. Undirritunin fór fram á skrifstofum TAP á Lissabon flugvelli fyrr í dag. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að flugfélögin hafi unnið saman um árabil en með sammerktu flugi sé samstarfið aukið enn frekar. Þannig muni viðskiptavinir geta nýtt tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika aukist. Tengingar við Brasilíu og Grænhöfðaeyjar TAP fljúgi til um níutíu áfangastaða víða um heim, meðal annars í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Á meðal áhugaverðra staða í leiðakerfi TAP séu Rio de Janeiro, São Paulo, Porto og Grænhöfðaeyjar. Leiðakerfi Icelandair spanni um sextíu áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku. Bæði flugfélög séu þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað stopover, sem geri farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða. Gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá muni viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað. Íslands sé einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag „Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn,“ er haft eftir Luís Rodrigues, forstjóra TAP. Icelandair Portúgal Fréttir af flugi Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að flugfélögin hafi unnið saman um árabil en með sammerktu flugi sé samstarfið aukið enn frekar. Þannig muni viðskiptavinir geta nýtt tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika aukist. Tengingar við Brasilíu og Grænhöfðaeyjar TAP fljúgi til um níutíu áfangastaða víða um heim, meðal annars í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Á meðal áhugaverðra staða í leiðakerfi TAP séu Rio de Janeiro, São Paulo, Porto og Grænhöfðaeyjar. Leiðakerfi Icelandair spanni um sextíu áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku. Bæði flugfélög séu þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað stopover, sem geri farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða. Gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá muni viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað. Íslands sé einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag „Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn,“ er haft eftir Luís Rodrigues, forstjóra TAP.
Icelandair Portúgal Fréttir af flugi Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira