Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 15:07 Frá undirritun samningsins í morgun. Frá vinstri: John Lysebjerg Rasmusen, sölustjóri suður- Evrópu hjá Icelandair, Henri-Charles Ozarovsky, yfirmaður alþjóðamála hjá TAP, Mário Chaves, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs TAP, Luís Rodrigues, forstjóri TAP, Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðamála hjá Icelandair og Mahesbin Samssudin yfirmaður samstarfs hjá TAP. Icelandair Icelandair og portúgalska þjóðarflugfélagið TAP hafa undirritað samstarfssamning um sammerkt flug. Undirritunin fór fram á skrifstofum TAP á Lissabon flugvelli fyrr í dag. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að flugfélögin hafi unnið saman um árabil en með sammerktu flugi sé samstarfið aukið enn frekar. Þannig muni viðskiptavinir geta nýtt tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika aukist. Tengingar við Brasilíu og Grænhöfðaeyjar TAP fljúgi til um níutíu áfangastaða víða um heim, meðal annars í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Á meðal áhugaverðra staða í leiðakerfi TAP séu Rio de Janeiro, São Paulo, Porto og Grænhöfðaeyjar. Leiðakerfi Icelandair spanni um sextíu áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku. Bæði flugfélög séu þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað stopover, sem geri farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða. Gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá muni viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað. Íslands sé einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag „Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn,“ er haft eftir Luís Rodrigues, forstjóra TAP. Icelandair Portúgal Fréttir af flugi Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að flugfélögin hafi unnið saman um árabil en með sammerktu flugi sé samstarfið aukið enn frekar. Þannig muni viðskiptavinir geta nýtt tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika aukist. Tengingar við Brasilíu og Grænhöfðaeyjar TAP fljúgi til um níutíu áfangastaða víða um heim, meðal annars í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Á meðal áhugaverðra staða í leiðakerfi TAP séu Rio de Janeiro, São Paulo, Porto og Grænhöfðaeyjar. Leiðakerfi Icelandair spanni um sextíu áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku. Bæði flugfélög séu þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað stopover, sem geri farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða. Gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá muni viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað. Íslands sé einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag „Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn,“ er haft eftir Luís Rodrigues, forstjóra TAP.
Icelandair Portúgal Fréttir af flugi Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira