Uppstilling á framboðslista „ekki A-kostur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 11:26 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að valið verði á framboðslista flokksins með uppröðun á lista. Vísir/Vilhelm Þótt formaður Samfylkingarinnar hafi lýst því yfir í gær að fátt annað komi til greina en að velja á framboðslista flokksins með uppstillingu hefur formleg ákvörðun um slíkt ekki verið tekin. Það er í höndum kjördæmisráðs flokksins að taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á lista en formenn kjördæmisráða munu funda síðdegis í dag. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist telja að fullur skilningur ríki fyrir því að farin verði þessa leið í ljósi þess hve stutt sé að öllum líkindum til kosninga, þótt „þetta sé ekki A-kostur.“ „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu,” sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofu í gær, í framhaldi af ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og að boðað verði til kosninga í lok nóvember. Samkvæmt skuldbindandi reglum Samfylkingarinnar um aðferð við val á framboðslista skulu kjördæmisráð, fulltrúaráð eða aðildarfélag ákveða, í samræmi við reglur flokksins, með hvaða hætti skuli velja á framboðslista Samfylkingarinnar. „Samkvæmt 9.11 gr. laga Samfylkingarinnar skulu kjördæmisráð ákveða framkvæmd og fyrirkomulag niðurröðunar á framboðslista Samfylkingarinnar við alþingskosningar og skal valið fara fram eftir reglum sem flokksstjórn samþykkir,“ segir í reglum Samfylkingarinnar um ákvörðun um aðferð við val á framboðslista. Tillagan liggur ekki fyrir enn Unnar Jónsson er fulltrúi Norðausturkjördæmis í kjördæmisráði Samfylkingarinnar. „Tillagan liggur ekki fyrir ennþá. En ég held að ef maður horfi á dagatalið þá sé þetta bara staðan sem uppi er, hjá okkur og öðrum, það er ekkert flókið í sjálfu sér,“ segir Unnar. Ekki sé seinna vænna en að ákveða þetta á laugardag, en forseti Ísland hyggst greina frá afstöðu sinni um beiðni forsætisráðherra um þingrof síðar í vikunni. „Það er fundur formanna kjördæmisráða flokksins í dag klukkan fimm og í framhaldi af þeim fundi þá vænti ég þess að einhver ákvörðun verði tekin um hvernig menn ætla að standa að málum. Ég reikna bara með því að það verði stillt upp alls staðar, það er ekki tími í neitt annað ef að þetta þróast eins og þetta er að þróast,“ segir Eggert Valur Guðmundsson í kjördæmisráði Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Allt stefni í uppstillingu Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, tekur í svipaðan streng og formaðurinn. „Það stefnir allt í uppstillingu einfaldlega vegna þess að við höfum ekki tíma í neitt annað en uppstillingu. En við erum náttúrlega ekki komin með nákvæmar dagsetningar, nú er forsetinn búinn að segjast ætla að íhuga þessa beiðni Bjarna. Þannig við bíðum náttúrlega og sjáum hver tímalínan verður en miðað við þá tímalínu sem var talað um að það verði kosið í nóvember þá munum við fara í uppstillingu í öllum kjördæmum að öllum líkindum,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson er oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar flokksins.Vísir/Vilhelm Skipulag flokksins sé vissulega þannig að kjördæmaráðin taki endanlega ákvörðun um þetta. Kjördæmaráðum sé í sjálfvald sett að taka ákvörðun um uppröðun á lista í hverju kjördæmi fyrir sig, þannig heimild er til staðar til að nýta aðrar leiðir við val á lista, svo sem prófkjör. „En svona út frá þeim skrefum sem þarf að fara ef það á að fara í prófkjör þá er það bara ekki raunhæft,“ segir Guðmundur Ari. Þegar hafa verið boðaðir fundir með öllum kjördæmaráðunum. „Ef það breytist eitthvað þá munum við taka bara samtalið aftur við kjördæmaráðin.“ Er einhugur um þetta fyrirkomulag? „Þetta er ekki A-kostur. Þetta eru ekki þær tímalínur sem við viljum endilega viljað. En við vorum samt undir þetta búin að þetta gæti gerst þannig að í þessari stöðu þá er alla veganna fullur skilningur að ég tel,“ svarar Guðmundur Ari. Uppfært kl. 11:50 Í fyrri frétt kom fram að kjördæmisráð muni funda á laugardaginn. Nú liggur hins vegar fyrir að formenn kjördæmisráða munu funda strax í dag og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu,” sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofu í gær, í framhaldi af ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og að boðað verði til kosninga í lok nóvember. Samkvæmt skuldbindandi reglum Samfylkingarinnar um aðferð við val á framboðslista skulu kjördæmisráð, fulltrúaráð eða aðildarfélag ákveða, í samræmi við reglur flokksins, með hvaða hætti skuli velja á framboðslista Samfylkingarinnar. „Samkvæmt 9.11 gr. laga Samfylkingarinnar skulu kjördæmisráð ákveða framkvæmd og fyrirkomulag niðurröðunar á framboðslista Samfylkingarinnar við alþingskosningar og skal valið fara fram eftir reglum sem flokksstjórn samþykkir,“ segir í reglum Samfylkingarinnar um ákvörðun um aðferð við val á framboðslista. Tillagan liggur ekki fyrir enn Unnar Jónsson er fulltrúi Norðausturkjördæmis í kjördæmisráði Samfylkingarinnar. „Tillagan liggur ekki fyrir ennþá. En ég held að ef maður horfi á dagatalið þá sé þetta bara staðan sem uppi er, hjá okkur og öðrum, það er ekkert flókið í sjálfu sér,“ segir Unnar. Ekki sé seinna vænna en að ákveða þetta á laugardag, en forseti Ísland hyggst greina frá afstöðu sinni um beiðni forsætisráðherra um þingrof síðar í vikunni. „Það er fundur formanna kjördæmisráða flokksins í dag klukkan fimm og í framhaldi af þeim fundi þá vænti ég þess að einhver ákvörðun verði tekin um hvernig menn ætla að standa að málum. Ég reikna bara með því að það verði stillt upp alls staðar, það er ekki tími í neitt annað ef að þetta þróast eins og þetta er að þróast,“ segir Eggert Valur Guðmundsson í kjördæmisráði Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Allt stefni í uppstillingu Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, tekur í svipaðan streng og formaðurinn. „Það stefnir allt í uppstillingu einfaldlega vegna þess að við höfum ekki tíma í neitt annað en uppstillingu. En við erum náttúrlega ekki komin með nákvæmar dagsetningar, nú er forsetinn búinn að segjast ætla að íhuga þessa beiðni Bjarna. Þannig við bíðum náttúrlega og sjáum hver tímalínan verður en miðað við þá tímalínu sem var talað um að það verði kosið í nóvember þá munum við fara í uppstillingu í öllum kjördæmum að öllum líkindum,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson er oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar flokksins.Vísir/Vilhelm Skipulag flokksins sé vissulega þannig að kjördæmaráðin taki endanlega ákvörðun um þetta. Kjördæmaráðum sé í sjálfvald sett að taka ákvörðun um uppröðun á lista í hverju kjördæmi fyrir sig, þannig heimild er til staðar til að nýta aðrar leiðir við val á lista, svo sem prófkjör. „En svona út frá þeim skrefum sem þarf að fara ef það á að fara í prófkjör þá er það bara ekki raunhæft,“ segir Guðmundur Ari. Þegar hafa verið boðaðir fundir með öllum kjördæmaráðunum. „Ef það breytist eitthvað þá munum við taka bara samtalið aftur við kjördæmaráðin.“ Er einhugur um þetta fyrirkomulag? „Þetta er ekki A-kostur. Þetta eru ekki þær tímalínur sem við viljum endilega viljað. En við vorum samt undir þetta búin að þetta gæti gerst þannig að í þessari stöðu þá er alla veganna fullur skilningur að ég tel,“ svarar Guðmundur Ari. Uppfært kl. 11:50 Í fyrri frétt kom fram að kjördæmisráð muni funda á laugardaginn. Nú liggur hins vegar fyrir að formenn kjördæmisráða munu funda strax í dag og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira