Ótrúleg tilviljun er Stefán brenndi fánann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 21:20 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, og fáninn sem hann brenndi í dag. Vilhelm/Skjáskot Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir ótrúlega tilviljun hafa átt sér stað þegar hann var að brenna gamlan og ónýtan íslenskan fána í dag. Þegar hann stóð yfir fánanum sem var þá í ljósum logum bárust þær fréttir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi boðað til blaðamannafundar og að ríkisstjórnin væri sprungin. „Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira