Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 18:30 Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í leiknum við Wales á föstudag, í næstsíðasta leiknum á grasinu sem nú er á Laugardalsvelli. vísir/Anton Til greina kemur að fresta leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í fótbolta, vegna frosts í jörðu, en enn stendur þó til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira