Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2024 07:02 Andri Lucas Guðjohnsen er ekki lengur lítill og alls ekki feitlaginn. Hann var í byrjunarliði Íslands gegn Wales á föstudaginn og spilar væntanlega gegn Tyrkjum í kvöld. vísir/Anton Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira