Sektum rignir á NFL-leikmenn vegna byssufagna Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:00 Patrick Mahomes má ekki fagna hvernig sem er í NFL-deildinni. Vísir/Getty NFL-deildin í Bandaríkjunum tekur hart á hvers kyns fagnaðarlátum leikmanna deildarinnar sem tengjast skotvopnum. Fjölmargir leikmenn hafa verið sektaðir vegna þessa síðustu vikurnar. Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“ NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“
NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira