Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. október 2024 16:27 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals sem fátt getur stöðvað þessa dagana. Vísir/Anton Brink Valskonur lögðu Hauka með sex marka mun í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 28-22 í leik þar sem heimakonur í Val voru með yfirhöndina allan tímann. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira