Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 21:07 Åge Hareide og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarmaður hans, á bekknum á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Anton „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hareide var afskaplega vonsvikinn yfir mörkunum sem Ísland fékk á sig í fyrri hálfleiknum, þegar langar sendingar galopnuðu vörn Íslands og gáfu Wales dauðafæri. „En svona gerist í fótbolta og við gerum allir mistök. Það er hluti af leiknum. Það eina sem við gátum gert var að fara inn til búningsklefa í hálfleik, ræða við menn og koma liðinu í gang. Ég verð að hrósa liðsandanum og hvernig liðið tók gjörsamlega yfir leikinn. Við hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta var ekki besti varnarleikurinn, það er óhætt að segja. En svona gerist. Ef að varnarmaður gerir mistök þá er það dýrkeypt. Ef að sóknarmaður skýtur í stöng þá virðist það ekki eins dýrkeypt. En við verðum að meta frammistöðuna í heild. Ég er ánægður með hverju við náðum þó út úr þessu.“ Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Finnsson í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Íslands. „Logi var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Hann var grimmur og fór fram. Við ætluðum að nota Kolbein í fyrri leiknum og Loga í þeim seinni, því þeir eru báðir góðir, ungir bakverðir. En Logi átti góðan dag og Kolbeinn ekki góðan dag,“ sagði Hareide. Tilfinningar hans eru því blendnar eftir leikinn: „Það var svo mikilvægt að vinna og mér fannst við geta það. Æfingarnar hafa verið góðar og menn einbeittir. En eins skrýtið og það er þá gleymdum við því öllu í fyrri hálfleiknum. Gleymdum að verjast eins vel og vanalega, og það kostaði okkur. En sem betur fer fengum við tvö mörk og stig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39 Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Hareide var afskaplega vonsvikinn yfir mörkunum sem Ísland fékk á sig í fyrri hálfleiknum, þegar langar sendingar galopnuðu vörn Íslands og gáfu Wales dauðafæri. „En svona gerist í fótbolta og við gerum allir mistök. Það er hluti af leiknum. Það eina sem við gátum gert var að fara inn til búningsklefa í hálfleik, ræða við menn og koma liðinu í gang. Ég verð að hrósa liðsandanum og hvernig liðið tók gjörsamlega yfir leikinn. Við hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta var ekki besti varnarleikurinn, það er óhætt að segja. En svona gerist. Ef að varnarmaður gerir mistök þá er það dýrkeypt. Ef að sóknarmaður skýtur í stöng þá virðist það ekki eins dýrkeypt. En við verðum að meta frammistöðuna í heild. Ég er ánægður með hverju við náðum þó út úr þessu.“ Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Finnsson í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Íslands. „Logi var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Hann var grimmur og fór fram. Við ætluðum að nota Kolbein í fyrri leiknum og Loga í þeim seinni, því þeir eru báðir góðir, ungir bakverðir. En Logi átti góðan dag og Kolbeinn ekki góðan dag,“ sagði Hareide. Tilfinningar hans eru því blendnar eftir leikinn: „Það var svo mikilvægt að vinna og mér fannst við geta það. Æfingarnar hafa verið góðar og menn einbeittir. En eins skrýtið og það er þá gleymdum við því öllu í fyrri hálfleiknum. Gleymdum að verjast eins vel og vanalega, og það kostaði okkur. En sem betur fer fengum við tvö mörk og stig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39 Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57
Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42
Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39
Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45