Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 11:33 Craig Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur þótt byrja vel. Getty/Nick Potts „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02