Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 11:22 Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima (t.v.). Fyrirtæki hans hélt við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem ferðamaður lést í sumar. Vatnajökulsþjóðgarður endurnýjaði ekki leyfi fyrirtækisins til íshellaferða og kærði það fyrir ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært Niflheima fyrir framkvæmdir í svelgjum í Breiðamerkurjökli sem stofnunin telur ólöglegar. Banaslys varð í slíkum svelg í sumar þegar ísveggur hrundi ofan á ferðamann í ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Starfsmenn Niflheima höfðu haldið rásinni sem var markaðssett sem íshellir við. Þá fengu Niflheimar ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum þegar þau leyfi runnu út í lok september. Engu að síður héldu starfsmenn Niflheima áfram ferðum í jökulinn í morgun. Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima, segir við Vísis að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem halda úti íshellaferðum séu leyfislaus vegna handvammar þjóðgarðsins. Ekki sé búið að endurnýja leyfin sem runnu út um mánaðamótin. „Auðvitað ætlum við að halda ferðum áfram. Ég er búinn að ráða yfir þrjátíu manns í vinnu í vetur eins og síðastliðna vetur. Ég veit ekki hvort það sé gaman að senda þau á atvinnuleysisbætur og hætta að þjónusta kúnna bara út af ákvörðun þjóðgarðs,“ segir Birgir Þór. Starfa fyrir Tröllaferðir Ferðirnir segir hann þó ekki á vegum Niflheima á meðan þjóðgarðurinn endurnýi ekki leyfið. Hins vegar haldi það áfram að leiðsegja í ferðum sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar bókað. Ferðir í morgun hafi þannig verið í verktöku fyrir Tröllaferðir. „Við erum náttúrulega með fullt af kúnnum og við ætlum að hjálpa þeim birgjum sem eru að senda okkur kúnna að taka þá þarna inn og vinnum þá bara undir þeirra starfsleyfi. Fyrirtækið sjálft bara liggur niðri,“ segir Birgir Þór. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður, sagðist vita af því að starfsmenn Niflheima færu í ferðir fyrir Tröllaferðir í morgun en vísaði á Ingibjörgu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært Niflheima fyrir framkvæmdir í svelgjum í Breiðamerkurjökli sem stofnunin telur ólöglegar. Banaslys varð í slíkum svelg í sumar þegar ísveggur hrundi ofan á ferðamann í ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Starfsmenn Niflheima höfðu haldið rásinni sem var markaðssett sem íshellir við. Þá fengu Niflheimar ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum þegar þau leyfi runnu út í lok september. Engu að síður héldu starfsmenn Niflheima áfram ferðum í jökulinn í morgun. Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima, segir við Vísis að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem halda úti íshellaferðum séu leyfislaus vegna handvammar þjóðgarðsins. Ekki sé búið að endurnýja leyfin sem runnu út um mánaðamótin. „Auðvitað ætlum við að halda ferðum áfram. Ég er búinn að ráða yfir þrjátíu manns í vinnu í vetur eins og síðastliðna vetur. Ég veit ekki hvort það sé gaman að senda þau á atvinnuleysisbætur og hætta að þjónusta kúnna bara út af ákvörðun þjóðgarðs,“ segir Birgir Þór. Starfa fyrir Tröllaferðir Ferðirnir segir hann þó ekki á vegum Niflheima á meðan þjóðgarðurinn endurnýi ekki leyfið. Hins vegar haldi það áfram að leiðsegja í ferðum sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar bókað. Ferðir í morgun hafi þannig verið í verktöku fyrir Tröllaferðir. „Við erum náttúrulega með fullt af kúnnum og við ætlum að hjálpa þeim birgjum sem eru að senda okkur kúnna að taka þá þarna inn og vinnum þá bara undir þeirra starfsleyfi. Fyrirtækið sjálft bara liggur niðri,“ segir Birgir Þór. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður, sagðist vita af því að starfsmenn Niflheima færu í ferðir fyrir Tröllaferðir í morgun en vísaði á Ingibjörgu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira