Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 20:00 Farið var yfir klæðaburð Björns Skúlasonar forsetamanns, hneigingu Höllu Tómasdóttur forseta og umdeilda enskunotkun hennar í fréttum Stöðvar 2. Íslenskur royalisti er alls ekki á því að klæðaburður Björns Skúlasonar forsetamanns, í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar, hafi verið of hversdagslegur. Það olli henni þó vonbrigðum að Halla Tómasdóttir skyldi aðallega hafa talað ensku. Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum. Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum.
Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33
Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01
Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36