Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:58 Åge Hareide þekkir það að þjálfa danska landsliðið, og hann þekkir Ole Gunnar Solskjær einnig vel. Vísir/Vilhelm og Getty/Matthew Peters Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hvetur Dani til þess að ráða landa sinn frá Noregi, Ole Gunnar Solskjær, sem landsliðsþjálfara. Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira