Glódís Perla var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Bayern en liðið tekur á móti Arsenal á heimavelli sínum í Þýskalandi.
Arsenal komst yfir á 30. mínútu með marki frá Mariona Caldentey en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Glódís Perla metin í 1-1 með góðu skallamarki. Hún vann þá skallaeinvígi á fjærstönginni og skallaði boltann í boga í fjærhornið yfir hina austurrísku Manuela Zinsberger í marki Arsenal.
🔭 Stanway sees Viggósdóttir, and the captain gets Bayern level!
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) October 9, 2024
Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCL #UWCLonDAZN pic.twitter.com/UBc0vI1N2H
Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Sydney Lohmann síðan annað mark fyrir Bayern og kom liðinu í 2-1 forystu. Skömmu síðar jafnaði Laia Codina metin í 2-2 og þannig standa leikar nú þegar síðari hálfleikur er rúmlega hálfnaður.
