Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 20:01 Það gustar um Jurgen Klopp þessa stundina. Vísir/Getty Í morgun var tilkynnt að Jurgen Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Fyrrum aðdáendur Klopp eru þó ekki á eitt sáttir með nýja starfið. Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu. Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira