Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 20:01 Það gustar um Jurgen Klopp þessa stundina. Vísir/Getty Í morgun var tilkynnt að Jurgen Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Fyrrum aðdáendur Klopp eru þó ekki á eitt sáttir með nýja starfið. Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu. Þýski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira