Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2024 14:01 Heimir Hallgrímsson ræðir við írska blaðamenn. getty/Stephen McCarthy Til þess að freista þess að koma írska fótboltalandsliðinu á sigurbraut hefur Heimir Hallgrímsson hrist upp í hlutunum hjá því. Írar mæta Finnum í Helsinki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Írska liðið æfði í morgun en ekki síðdegis eins og það hefur venjulega gert fyrir leiki. „Ég vil gera þetta svona. Segjum að margir þjálfarar æfi á sama tíma og leikir hefjast. Það myndi þýða að við værum bara að bíða eftir æfingunni. Í staðinn klárum við hana og leikmennirnir geta svo gert það sem þeir vilja. Sumir þurfa sennilega meiri svefn og þeir geta lagt sig eftir æfingu,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í dag. Hann segir að það sé hluti af landsliðsþjálfarastarfinu að fá lítinn tíma til æfinga. „Eins og ég hef svo oft sagt er það svo frábrugðið að vera landsliðsþjálfari. Leikmenn spila á sunnudaginn, þeir koma svo og geta ekki æft á mánudegi svo í gær var eina alvöru æfingin okkar. Það er eina skiptið sem við höfum alla leikmennina þegar þeir líkamlega tilbúnir,“ sagði Heimir. „Í fyrramálið liðkum við okkur til og spilum svo um kvöldið. Ég vil gera þetta svona og ég held að það sé betra í því umhverfi sem við erum í og sérstaklega þegar við erum að ferðast. Ég held að það sé gott að æfa snemma og leikmennirnir geti svo valið hvað þeir gera það sem eftir er dagsins.“ Írar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Heimis og hafa tapað ellefu af síðustu þrettán keppnisleikjum sínum. „Ég myndi ekki segja að þetta sé taphrina en ef þú ert í erfiðleikum er gott að gera eitthvað öðruvísi í öðru landi, öðru umhverfi, hrista upp í hlutunum. Leikmennirnir eru meira saman og eru nánari. Það er gott fyrir liðið,“ sagði Heimir. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Sjá meira
Írar mæta Finnum í Helsinki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Írska liðið æfði í morgun en ekki síðdegis eins og það hefur venjulega gert fyrir leiki. „Ég vil gera þetta svona. Segjum að margir þjálfarar æfi á sama tíma og leikir hefjast. Það myndi þýða að við værum bara að bíða eftir æfingunni. Í staðinn klárum við hana og leikmennirnir geta svo gert það sem þeir vilja. Sumir þurfa sennilega meiri svefn og þeir geta lagt sig eftir æfingu,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í dag. Hann segir að það sé hluti af landsliðsþjálfarastarfinu að fá lítinn tíma til æfinga. „Eins og ég hef svo oft sagt er það svo frábrugðið að vera landsliðsþjálfari. Leikmenn spila á sunnudaginn, þeir koma svo og geta ekki æft á mánudegi svo í gær var eina alvöru æfingin okkar. Það er eina skiptið sem við höfum alla leikmennina þegar þeir líkamlega tilbúnir,“ sagði Heimir. „Í fyrramálið liðkum við okkur til og spilum svo um kvöldið. Ég vil gera þetta svona og ég held að það sé betra í því umhverfi sem við erum í og sérstaklega þegar við erum að ferðast. Ég held að það sé gott að æfa snemma og leikmennirnir geti svo valið hvað þeir gera það sem eftir er dagsins.“ Írar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Heimis og hafa tapað ellefu af síðustu þrettán keppnisleikjum sínum. „Ég myndi ekki segja að þetta sé taphrina en ef þú ert í erfiðleikum er gott að gera eitthvað öðruvísi í öðru landi, öðru umhverfi, hrista upp í hlutunum. Leikmennirnir eru meira saman og eru nánari. Það er gott fyrir liðið,“ sagði Heimir.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Sjá meira