Riddarar kærleikans Tómas Torfason skrifar 9. október 2024 08:34 Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar