Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að í dag megi reikna með norðlægri átt, þremur til átta metrum á sekúndu en aðeins hvassara austast á landinu.
„Stöku él eða slydduél á norðaustanverðu landinu en annars yfirleitt bjart.
Þykknar upp seinnipartinn á vestanverðu landinu og seint í kvöld er líkur á stöku slydduéljum eða éljum þar. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn.
Á morgun verður norðlæg átt 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Víða él eða slydduél en yfirleitt bjart á suðausturhorninu. Hiti 0 til 4 stig að deginum.
Á föstudag verður norðlæg átt 5-13 m/s en 13-20 norðaustanlands. Stöku él á norðaustanverðu landinu en annars bjart með köflum. Hiti 1 til 5 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðan og norðaustan 5-13 m/s og víða snjókoma eða slydda með köflum, en þurrt að kalla suðaustanlands. Hiti 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig.
Á föstudag: Norðvestan 5-13 m/s, en 13-20 norðaustantil. Dálítil él norðan- og norðaustantil, en annars bjart með köflum. Hiti víðast um eða undir frostmarki.
Á laugardag: Norðlæg átt 5-10 m/s en norðvestan 10-15 norðaustantil. Bjart að mestu en skýjað og él norðaustanlands. Áfram svalt í veðri.
Á sunnudag: Breytileg átt og víða bjartviðri en skýjað og dálíitl él norðaustanlands. Vaxandi austanátt og þykknar upp sunnanlands undir kvöld. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Vaxandi austanátt og slydda eða rigning. Þurrt að kalla fyrir norðan en fer að snjóa þar um kvöldið. Víða vægt frost norðan- og austanlands en 1 til 6 stiga hiti sunnan- og vestantil.
Á þriðjudag: Austanátt og víða rigning eða slydda en snjókoma fyrir norðan framan af degi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 9 stig síðdegis.