Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 10:39 Ekki liggur fyrir hversu mikið mun snjóa en veðurfræðingur segir að það gætu verið nokkrir sentímetrar. Vísir/Vilhelm Á fimmtudagsmorgun er líklegt að íbúar á Suður- og Vesturhluta landsins, þar með talið höfuðborgarbúar, muni vakna með nokkurra sentímetra snjó á götunum. Á Norður- og Norðausturlandi verða él þannig meira og minna allt landið verður hvítt að einhverju leyti. Það byrjar að snjóa aðfaranótt fimmtudags og verður líklega allt farið um kvöldið eða daginn eftir. Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar verður þá norðan og norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og víða dálítil snjókoma eða slydda. Hiti verður líklega á bilinu 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig. Í veðurspá veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að það muni snjóa mest í austurhverfunum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa hærra. Þessu muni fylgja hálka og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum. Á Norður- og Norðausturlandi muni einnig gera snjóföl á láglendi en ekki fyrr en seinnipartinn. Byrjar á Hellisheiði í dag Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að einnig muni snjóa í dag. Aðallega á Hellisheiði og á fjallvegum í kringum okkur. „Það verður ekki í byggð í dag en á fimmtudaginn lítur út fyrir að það verði snjókoma eða slydda í byggð. Þetta gætu verið einhverjir sentímetrar þegar við vöknum á fimmtudagsmorgun,“ segir Kristín. Hún segir þetta ekki óvanalegt fyrir þennan árstíma. „Þetta byrjar oft í október. Þetta er ekki óvenjulegt. Það hefur snjóað einhvern tímann í öllum mánuðum ársins. En það er núna að koma ákveðinn bakki úr vestri og okkur sýnist að þetta verði snjókoma frekar en slydda,“ segir hún og að snjórinn verði líklega farinn á föstudag. Veður Færð á vegum Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar verður þá norðan og norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og víða dálítil snjókoma eða slydda. Hiti verður líklega á bilinu 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig. Í veðurspá veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að það muni snjóa mest í austurhverfunum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa hærra. Þessu muni fylgja hálka og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum. Á Norður- og Norðausturlandi muni einnig gera snjóföl á láglendi en ekki fyrr en seinnipartinn. Byrjar á Hellisheiði í dag Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að einnig muni snjóa í dag. Aðallega á Hellisheiði og á fjallvegum í kringum okkur. „Það verður ekki í byggð í dag en á fimmtudaginn lítur út fyrir að það verði snjókoma eða slydda í byggð. Þetta gætu verið einhverjir sentímetrar þegar við vöknum á fimmtudagsmorgun,“ segir Kristín. Hún segir þetta ekki óvanalegt fyrir þennan árstíma. „Þetta byrjar oft í október. Þetta er ekki óvenjulegt. Það hefur snjóað einhvern tímann í öllum mánuðum ársins. En það er núna að koma ákveðinn bakki úr vestri og okkur sýnist að þetta verði snjókoma frekar en slydda,“ segir hún og að snjórinn verði líklega farinn á föstudag.
Veður Færð á vegum Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira