Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2024 20:06 Sýningarnefndin frá hægri, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Valgerður Hildibrandsdóttir og Guðný Söring Sigurðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira