Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2024 19:23 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum síðast liðið vor eftir að Katrín Jakobsdóttir yfirgaf stjórnmálin og bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. Fyrir landsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi lá tillaga níu landsfundarfulltrúa um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Í lokaályktun landsfundarins segir hins vegar "að ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sé að nálgast leiðarlok og að æskilegt sé að boða til kosninga með vorinu. Svandís Svavarsdóttir nýkjörinn formaður flokksins segir stjórnarsamstarfið á sínu síðasta ári. Ályktun landsfundar væri í takti við það sem hún hefði áður sagt varðandi næstu kosningar. Svandís Svavarsdóttir nýkjörin formaður Vinstri grænna segir oddvita stjórnarflokkanna hljóta að fara yfir framhald samstarfsins nú þegar hún hefur tekið við oddvitahlutverki VG.Stöð 2/Arnar „Hvað þýðir að vori, það verða samtöl flokkanna að leiða í ljós. Hvað það þýðir og hvernig best er að koma inn einhverri skýrri dagsetningu þar. Við þurfum auðvitað líka að horfa á þau verkefni sem framundan eru,“ segir Svandís. Sjálf reikni hún með að leggja samgönguáætlun fram í þessu mánuði eða næsta, afgreiða þurfi fjárlög og fleiri mál. Í ályktun landsfundar segir að "ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísks óróa." Síðan er talið upp að Vinstri græn hafi náð fram mikilvægum málum. "Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni,“ segir í ályktun landsfundar. „Nú er staðan orðin sú að ég hef tekið við formennsku í VG og það gerðist nú um helgina. Þar með eru mín orð þyngri en þau voru áður. Ég held að það gefi augaleið að við þurfum að setjast niður, formenn flokkanna,“ segir Svandís og ítrekar að forystufólk stjórnarflokkanna hittist reglulega. „Tilefnið er augljóst þegar breytt er um forystu í einum stjórnarflokkanna. Það þurfi þá að ráða ráðum sínum og ég held að það sé fullt tilefni til. Ég vænti þess að heyra í þeim. Ég hef fengið aðeins kveðjur frá þeim,“ segir formaðurinn nýkjörni. Landsfundur væri æðsta vald Vinstri grænna og ályktun varðandi kosningar næsta vor samþykkt einróma. Frá landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um síðustu helgi.Vísir/Vésteinn „Það er komið að ákveðnum þolmörkum í baklandi og grasrót VG gagnvart samstarfinu. Og við teljum, og mínir félagar, að það sé mikilvægt að þau verkefni sem við ráðumst í núna á þessum síðasta vetri séu leyst á félagslegum grunni og félagslegum forsendum. Ég tek það umboð mjög alvarlega,“ segir Svandís. Ríkisstjórnin lagði fram þingmálaskrá með 217 málum í upphafi þings í september. Svandís segir þingmálaskrá yfirleitt uppfærða um áramót og þá verði að laga hana að raunveruleikanum. Hún ítrekar til dæmis að Vinstri græn muni ekki standa að frekari breytingum á útlendingalögum eins og dómsmálaráðherra hefur boðað. Nú þurfi að nema staðar og huga að inngildingu þeirra sem hingað koma. „Og ég held við þurfum ekki að beita þeirri nálgun að koma með nýjar breytingar á útlendingalögum á hverju einasta þingi,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Fyrir landsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi lá tillaga níu landsfundarfulltrúa um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Í lokaályktun landsfundarins segir hins vegar "að ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sé að nálgast leiðarlok og að æskilegt sé að boða til kosninga með vorinu. Svandís Svavarsdóttir nýkjörinn formaður flokksins segir stjórnarsamstarfið á sínu síðasta ári. Ályktun landsfundar væri í takti við það sem hún hefði áður sagt varðandi næstu kosningar. Svandís Svavarsdóttir nýkjörin formaður Vinstri grænna segir oddvita stjórnarflokkanna hljóta að fara yfir framhald samstarfsins nú þegar hún hefur tekið við oddvitahlutverki VG.Stöð 2/Arnar „Hvað þýðir að vori, það verða samtöl flokkanna að leiða í ljós. Hvað það þýðir og hvernig best er að koma inn einhverri skýrri dagsetningu þar. Við þurfum auðvitað líka að horfa á þau verkefni sem framundan eru,“ segir Svandís. Sjálf reikni hún með að leggja samgönguáætlun fram í þessu mánuði eða næsta, afgreiða þurfi fjárlög og fleiri mál. Í ályktun landsfundar segir að "ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísks óróa." Síðan er talið upp að Vinstri græn hafi náð fram mikilvægum málum. "Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni,“ segir í ályktun landsfundar. „Nú er staðan orðin sú að ég hef tekið við formennsku í VG og það gerðist nú um helgina. Þar með eru mín orð þyngri en þau voru áður. Ég held að það gefi augaleið að við þurfum að setjast niður, formenn flokkanna,“ segir Svandís og ítrekar að forystufólk stjórnarflokkanna hittist reglulega. „Tilefnið er augljóst þegar breytt er um forystu í einum stjórnarflokkanna. Það þurfi þá að ráða ráðum sínum og ég held að það sé fullt tilefni til. Ég vænti þess að heyra í þeim. Ég hef fengið aðeins kveðjur frá þeim,“ segir formaðurinn nýkjörni. Landsfundur væri æðsta vald Vinstri grænna og ályktun varðandi kosningar næsta vor samþykkt einróma. Frá landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um síðustu helgi.Vísir/Vésteinn „Það er komið að ákveðnum þolmörkum í baklandi og grasrót VG gagnvart samstarfinu. Og við teljum, og mínir félagar, að það sé mikilvægt að þau verkefni sem við ráðumst í núna á þessum síðasta vetri séu leyst á félagslegum grunni og félagslegum forsendum. Ég tek það umboð mjög alvarlega,“ segir Svandís. Ríkisstjórnin lagði fram þingmálaskrá með 217 málum í upphafi þings í september. Svandís segir þingmálaskrá yfirleitt uppfærða um áramót og þá verði að laga hana að raunveruleikanum. Hún ítrekar til dæmis að Vinstri græn muni ekki standa að frekari breytingum á útlendingalögum eins og dómsmálaráðherra hefur boðað. Nú þurfi að nema staðar og huga að inngildingu þeirra sem hingað koma. „Og ég held við þurfum ekki að beita þeirri nálgun að koma með nýjar breytingar á útlendingalögum á hverju einasta þingi,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
„Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01