Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2024 19:23 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum síðast liðið vor eftir að Katrín Jakobsdóttir yfirgaf stjórnmálin og bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. Fyrir landsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi lá tillaga níu landsfundarfulltrúa um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Í lokaályktun landsfundarins segir hins vegar "að ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sé að nálgast leiðarlok og að æskilegt sé að boða til kosninga með vorinu. Svandís Svavarsdóttir nýkjörinn formaður flokksins segir stjórnarsamstarfið á sínu síðasta ári. Ályktun landsfundar væri í takti við það sem hún hefði áður sagt varðandi næstu kosningar. Svandís Svavarsdóttir nýkjörin formaður Vinstri grænna segir oddvita stjórnarflokkanna hljóta að fara yfir framhald samstarfsins nú þegar hún hefur tekið við oddvitahlutverki VG.Stöð 2/Arnar „Hvað þýðir að vori, það verða samtöl flokkanna að leiða í ljós. Hvað það þýðir og hvernig best er að koma inn einhverri skýrri dagsetningu þar. Við þurfum auðvitað líka að horfa á þau verkefni sem framundan eru,“ segir Svandís. Sjálf reikni hún með að leggja samgönguáætlun fram í þessu mánuði eða næsta, afgreiða þurfi fjárlög og fleiri mál. Í ályktun landsfundar segir að "ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísks óróa." Síðan er talið upp að Vinstri græn hafi náð fram mikilvægum málum. "Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni,“ segir í ályktun landsfundar. „Nú er staðan orðin sú að ég hef tekið við formennsku í VG og það gerðist nú um helgina. Þar með eru mín orð þyngri en þau voru áður. Ég held að það gefi augaleið að við þurfum að setjast niður, formenn flokkanna,“ segir Svandís og ítrekar að forystufólk stjórnarflokkanna hittist reglulega. „Tilefnið er augljóst þegar breytt er um forystu í einum stjórnarflokkanna. Það þurfi þá að ráða ráðum sínum og ég held að það sé fullt tilefni til. Ég vænti þess að heyra í þeim. Ég hef fengið aðeins kveðjur frá þeim,“ segir formaðurinn nýkjörni. Landsfundur væri æðsta vald Vinstri grænna og ályktun varðandi kosningar næsta vor samþykkt einróma. Frá landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um síðustu helgi.Vísir/Vésteinn „Það er komið að ákveðnum þolmörkum í baklandi og grasrót VG gagnvart samstarfinu. Og við teljum, og mínir félagar, að það sé mikilvægt að þau verkefni sem við ráðumst í núna á þessum síðasta vetri séu leyst á félagslegum grunni og félagslegum forsendum. Ég tek það umboð mjög alvarlega,“ segir Svandís. Ríkisstjórnin lagði fram þingmálaskrá með 217 málum í upphafi þings í september. Svandís segir þingmálaskrá yfirleitt uppfærða um áramót og þá verði að laga hana að raunveruleikanum. Hún ítrekar til dæmis að Vinstri græn muni ekki standa að frekari breytingum á útlendingalögum eins og dómsmálaráðherra hefur boðað. Nú þurfi að nema staðar og huga að inngildingu þeirra sem hingað koma. „Og ég held við þurfum ekki að beita þeirri nálgun að koma með nýjar breytingar á útlendingalögum á hverju einasta þingi,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Fyrir landsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi lá tillaga níu landsfundarfulltrúa um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Í lokaályktun landsfundarins segir hins vegar "að ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sé að nálgast leiðarlok og að æskilegt sé að boða til kosninga með vorinu. Svandís Svavarsdóttir nýkjörinn formaður flokksins segir stjórnarsamstarfið á sínu síðasta ári. Ályktun landsfundar væri í takti við það sem hún hefði áður sagt varðandi næstu kosningar. Svandís Svavarsdóttir nýkjörin formaður Vinstri grænna segir oddvita stjórnarflokkanna hljóta að fara yfir framhald samstarfsins nú þegar hún hefur tekið við oddvitahlutverki VG.Stöð 2/Arnar „Hvað þýðir að vori, það verða samtöl flokkanna að leiða í ljós. Hvað það þýðir og hvernig best er að koma inn einhverri skýrri dagsetningu þar. Við þurfum auðvitað líka að horfa á þau verkefni sem framundan eru,“ segir Svandís. Sjálf reikni hún með að leggja samgönguáætlun fram í þessu mánuði eða næsta, afgreiða þurfi fjárlög og fleiri mál. Í ályktun landsfundar segir að "ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísks óróa." Síðan er talið upp að Vinstri græn hafi náð fram mikilvægum málum. "Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni,“ segir í ályktun landsfundar. „Nú er staðan orðin sú að ég hef tekið við formennsku í VG og það gerðist nú um helgina. Þar með eru mín orð þyngri en þau voru áður. Ég held að það gefi augaleið að við þurfum að setjast niður, formenn flokkanna,“ segir Svandís og ítrekar að forystufólk stjórnarflokkanna hittist reglulega. „Tilefnið er augljóst þegar breytt er um forystu í einum stjórnarflokkanna. Það þurfi þá að ráða ráðum sínum og ég held að það sé fullt tilefni til. Ég vænti þess að heyra í þeim. Ég hef fengið aðeins kveðjur frá þeim,“ segir formaðurinn nýkjörni. Landsfundur væri æðsta vald Vinstri grænna og ályktun varðandi kosningar næsta vor samþykkt einróma. Frá landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um síðustu helgi.Vísir/Vésteinn „Það er komið að ákveðnum þolmörkum í baklandi og grasrót VG gagnvart samstarfinu. Og við teljum, og mínir félagar, að það sé mikilvægt að þau verkefni sem við ráðumst í núna á þessum síðasta vetri séu leyst á félagslegum grunni og félagslegum forsendum. Ég tek það umboð mjög alvarlega,“ segir Svandís. Ríkisstjórnin lagði fram þingmálaskrá með 217 málum í upphafi þings í september. Svandís segir þingmálaskrá yfirleitt uppfærða um áramót og þá verði að laga hana að raunveruleikanum. Hún ítrekar til dæmis að Vinstri græn muni ekki standa að frekari breytingum á útlendingalögum eins og dómsmálaráðherra hefur boðað. Nú þurfi að nema staðar og huga að inngildingu þeirra sem hingað koma. „Og ég held við þurfum ekki að beita þeirri nálgun að koma með nýjar breytingar á útlendingalögum á hverju einasta þingi,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent