Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2024 13:27 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vonar að niðurstaða fáist jafnvel í þessari viku um forsendur Ölfusárbrúar þannig að framkvæmdir gesti hafist sem fyrst á þessu ári. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra er bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári. Að undanförnu hafi verið leitað leiða til að framkvæmdin standist forsendur fjárlaga þessa árs um að notendagjöld standi undir kostnaði við brúna. Allt er í raun til reiðu til að hefja byggingu nýrrar ölfusárbrúar en beðið staðfestingar stjórnvalda varðandi fjármögnun. Miðað hefur verið við að gjöld á vegfarendur um brúna á næstu árum standi undir kostnaði við hana. Brúin mun leiða umferð um þjóðveg eitt framhjá Selfossi og létta þar með miklu álagi sem nú er vegna umferðar um núverandi brú og í gegnum aðalgötu bæjarins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætti á fund fjárlaganefndar til að fara yfir helstu verkefni framundan í samgöngumálum. Hún segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og hún muni eiga sameiginlegan fund með fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd á morgun til að fjalla sérstaklega um ölfusárbrú. Flestir væru sammála um að gríðarleg þörf væri fyrir nýja brú. „Við þurfum að sjá til lands með hvaða hætti þetta verður fjármagnað. Það var lagt upp með ákveðið módel. Við þurfum á því að halda að hafa þingið með okkur í hvaða skref verða stigin og hvernig þetta er leyst. Ég vonanst til að við sjáum sérstakan fund um það síðar í þessari viku. Við erum að reyna að finna tíma til fyrir það og þá getum við bara drifið okkur af stað," segir Svandís. Áætlaður kostnaður við byggingu Ölfusárbrúar er 14 milljarðar króna. Veggjöld eiga að standa undir kostnaðinum á tilteknum árafjölda.Vegagerðin Greiðslumódelið væri eitt af því sem verið væri að skoða. Hjá Seðlabankanum hafi verið uppi efasemdir um að notendagjöld nægðu fyrir kostnaðinum á þeim tíma sem miðað hefði verið við. „Ég hef stundum sagt að það sé mikilvægt að við missum ekki móðinn í að vera stórhuga og bjartsýn þegar samgönguinnviðir eru annars vegar. Einu sinni lögðum við hringveg og einu sinni lögðum við brýr yfir stórfljót. Gerðum það af því okkur fannst það vera partur af því að vera almennilegt samfélag. Við megum ekki gleyma þeim rökum þegar við tölum um hvað borgar sig og hvað ekki," segir innviðaráðherra. Hún væri því bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Allt er í raun til reiðu til að hefja byggingu nýrrar ölfusárbrúar en beðið staðfestingar stjórnvalda varðandi fjármögnun. Miðað hefur verið við að gjöld á vegfarendur um brúna á næstu árum standi undir kostnaði við hana. Brúin mun leiða umferð um þjóðveg eitt framhjá Selfossi og létta þar með miklu álagi sem nú er vegna umferðar um núverandi brú og í gegnum aðalgötu bæjarins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætti á fund fjárlaganefndar til að fara yfir helstu verkefni framundan í samgöngumálum. Hún segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og hún muni eiga sameiginlegan fund með fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd á morgun til að fjalla sérstaklega um ölfusárbrú. Flestir væru sammála um að gríðarleg þörf væri fyrir nýja brú. „Við þurfum að sjá til lands með hvaða hætti þetta verður fjármagnað. Það var lagt upp með ákveðið módel. Við þurfum á því að halda að hafa þingið með okkur í hvaða skref verða stigin og hvernig þetta er leyst. Ég vonanst til að við sjáum sérstakan fund um það síðar í þessari viku. Við erum að reyna að finna tíma til fyrir það og þá getum við bara drifið okkur af stað," segir Svandís. Áætlaður kostnaður við byggingu Ölfusárbrúar er 14 milljarðar króna. Veggjöld eiga að standa undir kostnaðinum á tilteknum árafjölda.Vegagerðin Greiðslumódelið væri eitt af því sem verið væri að skoða. Hjá Seðlabankanum hafi verið uppi efasemdir um að notendagjöld nægðu fyrir kostnaðinum á þeim tíma sem miðað hefði verið við. „Ég hef stundum sagt að það sé mikilvægt að við missum ekki móðinn í að vera stórhuga og bjartsýn þegar samgönguinnviðir eru annars vegar. Einu sinni lögðum við hringveg og einu sinni lögðum við brýr yfir stórfljót. Gerðum það af því okkur fannst það vera partur af því að vera almennilegt samfélag. Við megum ekki gleyma þeim rökum þegar við tölum um hvað borgar sig og hvað ekki," segir innviðaráðherra. Hún væri því bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20