„Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 22:01 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var sáttur með leik sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í 25. umferð Bestu-deildar karla í kvöld, þrátt fyrir að Valsmenn hafi í tvígang misst frá sér forystuna. „Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira