Enski boltinn

Man United ekki byrjað verr síðan 1989

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno Fernandes í leik dagsins gegn Aston Villa.
Bruno Fernandes í leik dagsins gegn Aston Villa. EPA-EFE/TIM KEETON

Manchester United hefur ekki byrjað tímabilið verr síðan árið 1989 þegar það endaði í 13. sæti efstu deildar ensku knattspyrnunnar.

Lærisveinar Erik ten Hag gerðu markalaust jafntefli við Aston Villa á Villa Park í dagsem þýðir að liðið er með aðeins átta stig að loknum sjö umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Fara þarf aftur til tímabilsins 1989-90 til að finna tímabil sem Rauðu djöflarnir byrjuðu jafn illa í deildarkeppni. Það tímabilið endaði liðið í 13. sæti.

Sem stendur er Man Utd í 14. sæti deildarinnar með -3 í markatölu að loknum sjö umferðum en liðið hefur aðeins skorað fimm mörk í deildinni til þessa. Þá er liðið ekki beint að blómstra í Evrópudeildinni þar sem það hefur gert jafntefli við bæði Twente og Porto.

Næsti leikur Man Utd er gegn Brentford þann 19. október, hvort Ten Hag verði enn þjálfari liðsins verður að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×