Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 00:16 Donald Trump var umkringdur skotheldu gleri á fundinum enda ekki nema þrír mánuðir síðan reynt var að ráða hann af dögum á sama stað. Getty Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira