„Ennisbandið var slegið af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2024 21:59 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. „Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sjá meira
„Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sjá meira