Maté: Erum að fara að tapa fullt af leikjum Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2024 21:35 Maté Dalmay hafði fáar ástæður til að brosa í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Hauka, Maté Dalmay, var sjáanlega svekktur með það hvernig lið hans mætti til leiks gegn Hetti fyrr í kvöld. Gólfið á Ásvöllum var skúrað með Haukaliðinu og héldu strákarnir hans Viðars á moppunni. Leiknum lauk með 80-108 sigri gestanna og byrjun tímabilsins gæti varla verið verri. Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“ Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“
Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32