Maté: Erum að fara að tapa fullt af leikjum Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2024 21:35 Maté Dalmay hafði fáar ástæður til að brosa í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Hauka, Maté Dalmay, var sjáanlega svekktur með það hvernig lið hans mætti til leiks gegn Hetti fyrr í kvöld. Gólfið á Ásvöllum var skúrað með Haukaliðinu og héldu strákarnir hans Viðars á moppunni. Leiknum lauk með 80-108 sigri gestanna og byrjun tímabilsins gæti varla verið verri. Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“ Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“
Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32