„Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 22:33 Gísli Gottskálk Þórðarson (t.h.) var afar svekktur eftir tap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Víkingur fékk færi til að komast yfir í fyrri hálfleik en markvörður heimamanna greip vel inn í oftar en einu sinni. Liðið fékk mark á sig snemma í seinni hálfleik og svo missti liðið dampinn í lokin er það fékk á sig þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. „Mér fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann vörðumst við frábærlega, við bjuggum til færi og töluðum um það í hálfleik að fara ekki út í seinni og klúðra þessu. Við gerðum allt í lagi en var refsað fyrir mistök. Á svona stóru sviði gerist það og við vitum betur næst,“ segir Gísli. „Ég get ekki útskýrt þetta. Það er ein sekúnda sem við slökkvum á okkur og þá gerist þetta. Þetta er ótrúlegt í svona leikjum, þá þarf maður að vera on í 90 mínútur. Við spiluðum mjög vel og þess vegna er svo ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið 4-0,“ segir Danijel. Hinn tvítugi Gísli naut sín samt sem áður stóra hluta leiksins en hann var án efa að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Svekkelsið stendur aftur á móti upp úr. „Þetta var alveg geðveikt, ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en það voru helvíti mikil læti. Það kom alvöru meðbyr með þeim þegar þeir gerðu eitthvað gott en við þögguðum niður í þeim í fyrri hálfleiknum. Enn og aftur er þetta bara svo svekkjandi,“ segir Gísli. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira
Víkingur fékk færi til að komast yfir í fyrri hálfleik en markvörður heimamanna greip vel inn í oftar en einu sinni. Liðið fékk mark á sig snemma í seinni hálfleik og svo missti liðið dampinn í lokin er það fékk á sig þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. „Mér fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann vörðumst við frábærlega, við bjuggum til færi og töluðum um það í hálfleik að fara ekki út í seinni og klúðra þessu. Við gerðum allt í lagi en var refsað fyrir mistök. Á svona stóru sviði gerist það og við vitum betur næst,“ segir Gísli. „Ég get ekki útskýrt þetta. Það er ein sekúnda sem við slökkvum á okkur og þá gerist þetta. Þetta er ótrúlegt í svona leikjum, þá þarf maður að vera on í 90 mínútur. Við spiluðum mjög vel og þess vegna er svo ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið 4-0,“ segir Danijel. Hinn tvítugi Gísli naut sín samt sem áður stóra hluta leiksins en hann var án efa að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Svekkelsið stendur aftur á móti upp úr. „Þetta var alveg geðveikt, ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en það voru helvíti mikil læti. Það kom alvöru meðbyr með þeim þegar þeir gerðu eitthvað gott en við þögguðum niður í þeim í fyrri hálfleiknum. Enn og aftur er þetta bara svo svekkjandi,“ segir Gísli.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira