Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. október 2024 19:56 Sunna, sem er formaður góðgerðarfélags Versló, segist hafa fundið fyrir miklum samtakamætti innan skólans vegna andláts Bryndísar Klöru. vísir Minningartónleikar til heiðurs Bryndísar Klöru Birgisdóttur eru haldnir í kvöld, þar sem margir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram. Skipuleggjandi segist hafa fundið mikinn samtakmátt meðal samnemenda Bryndísar Klöru. Bryndís Klara lést af sárum sínum eftir hnífstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í ágúst og var jarðsett þann 13. september. Góðgerðarfélag Verzlunarskóla Íslands stendur fyrir tónleikunum, en Bryndís Klara var á leið á sitt annað ár í skólanum þegar hún lést. Sunna Hauksdóttir formaður góðgerðarnefndar skólans segir hugmyndina að tónleikunum hafa vaknað eftir minningarathöfn í Lindarkirkju. „Við fundum bara að okkur langaði að gera eitthvað, strax. Það var dálítið bara gefið að gera þetta fyrir þetta málefni,“ segir Sunna sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona er kynnir á tónleikunum og Halla Tómasdóttir forseti Íslands ávarpar gesti í lok tónleikanna. Þema tónleikanna er bleikur litur, sem var í uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru. „Við vildum hafa þetta í anda Bryndísar Klöru. Það er allt hér í bleiku og við hvöttum fólk til að mæta í bleiku, þannig að þetta verður falleg stund,“ segir Sunna. „Við fundum mjög mikinn samtakamátt eftir þetta. Við prófuðum bara að senda á tónlistarmenn og við fengum bara já frá öllum. Allir til í að koma að þessu.“ Hún segir að fyrstu dagana eftir fregnirnar af andláti Bryndísar hafi samnemendur hennar verið harmi slegnir. „En ég fann um leið að það til dæmis mættu allir í bleiku, á mánudaginn eftir að þetta gerðist. Ótrúlega fallegt að finna hvað allir vildu standa saman eftir þetta,“ segir Sunna að lokum. Tónleikar á Íslandi Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. 26. september 2024 22:01 Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Bryndís Klara lést af sárum sínum eftir hnífstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í ágúst og var jarðsett þann 13. september. Góðgerðarfélag Verzlunarskóla Íslands stendur fyrir tónleikunum, en Bryndís Klara var á leið á sitt annað ár í skólanum þegar hún lést. Sunna Hauksdóttir formaður góðgerðarnefndar skólans segir hugmyndina að tónleikunum hafa vaknað eftir minningarathöfn í Lindarkirkju. „Við fundum bara að okkur langaði að gera eitthvað, strax. Það var dálítið bara gefið að gera þetta fyrir þetta málefni,“ segir Sunna sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona er kynnir á tónleikunum og Halla Tómasdóttir forseti Íslands ávarpar gesti í lok tónleikanna. Þema tónleikanna er bleikur litur, sem var í uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru. „Við vildum hafa þetta í anda Bryndísar Klöru. Það er allt hér í bleiku og við hvöttum fólk til að mæta í bleiku, þannig að þetta verður falleg stund,“ segir Sunna. „Við fundum mjög mikinn samtakamátt eftir þetta. Við prófuðum bara að senda á tónlistarmenn og við fengum bara já frá öllum. Allir til í að koma að þessu.“ Hún segir að fyrstu dagana eftir fregnirnar af andláti Bryndísar hafi samnemendur hennar verið harmi slegnir. „En ég fann um leið að það til dæmis mættu allir í bleiku, á mánudaginn eftir að þetta gerðist. Ótrúlega fallegt að finna hvað allir vildu standa saman eftir þetta,“ segir Sunna að lokum.
Tónleikar á Íslandi Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. 26. september 2024 22:01 Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. 26. september 2024 22:01
Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09
Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45