„Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. október 2024 21:55 Ólafur Jónas Sigurðsson fékk draumabyrjun í kvöld í fyrsta leik með Stjörnuna Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, gat sennilega ekki beðið um betri byrjun en að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrsta leik haustsins en Stjarnan lagði Keflavík í kvöld 71-64. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en gestirnir leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-26. „Byrjaði nú ekki eins og við ætluðum okkur en ég er rosalega ánægður með stelpurnar í dag. Þær trúðu á verkefnið og þetta var upplagið allan tímann, að taka þennan leik. Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin.“ Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana var nokkurs konar einkennismerki Stjörnunnar í fyrra og það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum. „Auðvitað. Eins og ég sagði fyrir leik, þetta eru náttúrulega bara geggjaðar stelpur. Það er nóg af ungum stelpum hérna sem eru tilbúnar að taka gólfið. Við sjáum bara að Berglind kemur hérna inn og hún er óhrædd. Hún er í 9. bekk! Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa svona hóp.“ Diljá Ögn Lárusdóttir spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún skilaði 14 stigum í kvöld og er ljóst að Stjarnan fær mikinn liðsstyrk í henni. „Það er óhætt að segja það. Þú sérð bara hvernig hún hreyfir sig, þetta er svolítið öðruvísi leikmaður. Ótrúlega gaman að hún skuli vera komin aftur og standa sig svona vel í fyrsta leik eftir hvað, eitt og hálft ár.“ Denia Davis-Stewart er að hefja sitt annað tímabil með Stjörnunni en það má segja að hún sé sannkölluð frákastavél, 20 slík hjá henni í kvöld. „Hún er það. Hún er svo stressuð, hún er eiginlega bara betri þegar hún er svona stressuð. Sækir öll helvítis fráköstin, ryksugar þetta að sér.“ Denia Davis-Stewart reif niður 28 fráköst í kvöld og skoraði 17 stigVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur viðurkenndi fúslega að það væri sætt að leggja Íslandsmeistarana í fyrsta leik haustsins en sagði jafnframt að hans lið ætti mikið inni. „Auðvitað og ef það er einhvern tímann tími til að vinna þær þá er það núna, þær eru náttúrulega með hálft liðið úti. Ég er rosalega ánægður að við komum svona beittar til leiks. Við sjáum samt að það vantar alveg helling í okkar leik ennþá finnst mér. Þakið er miklu miklu hærra en þetta.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en gestirnir leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-26. „Byrjaði nú ekki eins og við ætluðum okkur en ég er rosalega ánægður með stelpurnar í dag. Þær trúðu á verkefnið og þetta var upplagið allan tímann, að taka þennan leik. Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin.“ Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana var nokkurs konar einkennismerki Stjörnunnar í fyrra og það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum. „Auðvitað. Eins og ég sagði fyrir leik, þetta eru náttúrulega bara geggjaðar stelpur. Það er nóg af ungum stelpum hérna sem eru tilbúnar að taka gólfið. Við sjáum bara að Berglind kemur hérna inn og hún er óhrædd. Hún er í 9. bekk! Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa svona hóp.“ Diljá Ögn Lárusdóttir spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún skilaði 14 stigum í kvöld og er ljóst að Stjarnan fær mikinn liðsstyrk í henni. „Það er óhætt að segja það. Þú sérð bara hvernig hún hreyfir sig, þetta er svolítið öðruvísi leikmaður. Ótrúlega gaman að hún skuli vera komin aftur og standa sig svona vel í fyrsta leik eftir hvað, eitt og hálft ár.“ Denia Davis-Stewart er að hefja sitt annað tímabil með Stjörnunni en það má segja að hún sé sannkölluð frákastavél, 20 slík hjá henni í kvöld. „Hún er það. Hún er svo stressuð, hún er eiginlega bara betri þegar hún er svona stressuð. Sækir öll helvítis fráköstin, ryksugar þetta að sér.“ Denia Davis-Stewart reif niður 28 fráköst í kvöld og skoraði 17 stigVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur viðurkenndi fúslega að það væri sætt að leggja Íslandsmeistarana í fyrsta leik haustsins en sagði jafnframt að hans lið ætti mikið inni. „Auðvitað og ef það er einhvern tímann tími til að vinna þær þá er það núna, þær eru náttúrulega með hálft liðið úti. Ég er rosalega ánægður að við komum svona beittar til leiks. Við sjáum samt að það vantar alveg helling í okkar leik ennþá finnst mér. Þakið er miklu miklu hærra en þetta.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira