Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 11:13 Aðalsteinn Sigfússon gaf í morgun blóðflögur í hinsta sinn. Sonur hans Sigfús, sem gaf blóðflögur í morgun föður sínum til samlætis, sést í bakgrunni. Systkin hans Hákon og Guðrún létu einnig til sín taka. Vísir/Sigurjón Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira