Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 10:04 Anna Margrét og Erna hafa sett vefsíðu í loftið til að auðvelda fólki í auglýsingaiðnaði að koma efni sínu á framfæri. Herferð Fjölmiðla-, markaðs- og almannatengslakonurnar Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir hafa sett nýjan vefmiðil í loftið sem er tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaði á Íslandi. Miðillinn heitir Herferð. „Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar. Ekki verður tekið greitt fyrir að hljóta birtingu á miðlinum. Einnig verða þar birtir pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleiri,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. Fyrsti viðmælandi er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Hann ræðir m.a. mikilvægi markaðsmála fyrir framgang fyrirtækisins ásamt frekari fyriráætlunum um hinn kostnaðarsama Collab-útflutning. „Markmiðið með Herferð er að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi. Herferð skapar þannig tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og veitir vettvang fyrir faglega umræðu um íslensk markaðsmál,“ segir í tilkynningunni. Vísað er til sambærilegra miðla erlendis svo sem AdWeek, The Drum og Kampanje. Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis. Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis sem og erlendis. „Við lítum á þennan miðil sem öflun á samtímaheimildum í faginu sem hefur verið ábótavant. Þetta er okkar framlag í að stofna til gagnagrunns um íslenska sköpunargleði í dægurmenningu; auglýsingagerð, mörkun, markaðshugsjónir og ekki síst endurspeglun á íslenska menningu. Við treystum á áhuga fagfólks og áhugamanna um að hlúa að Herferð með okkur og stuðla að sterkum og langlífum fagmiðli sem mun efla bransann hér á landi,“ segir Erna. „Eftir að hafa unnið erlendis undanfarinn áratug með miðlun og samskipti, rákum við okkur á að það vantaði góðan og faglegan vettvang til að fjalla um markaðsmál á Íslandi. Það var því upplagt að ráðast í að koma Herferð á laggirnar og gera okkar til að styðja við umræðuna um íslensk markaðsmál og styrkja í leiðinni ásýnd iðnaðarins,“ segir Anna Margrét. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar. Ekki verður tekið greitt fyrir að hljóta birtingu á miðlinum. Einnig verða þar birtir pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleiri,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. Fyrsti viðmælandi er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Hann ræðir m.a. mikilvægi markaðsmála fyrir framgang fyrirtækisins ásamt frekari fyriráætlunum um hinn kostnaðarsama Collab-útflutning. „Markmiðið með Herferð er að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi. Herferð skapar þannig tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og veitir vettvang fyrir faglega umræðu um íslensk markaðsmál,“ segir í tilkynningunni. Vísað er til sambærilegra miðla erlendis svo sem AdWeek, The Drum og Kampanje. Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis. Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis sem og erlendis. „Við lítum á þennan miðil sem öflun á samtímaheimildum í faginu sem hefur verið ábótavant. Þetta er okkar framlag í að stofna til gagnagrunns um íslenska sköpunargleði í dægurmenningu; auglýsingagerð, mörkun, markaðshugsjónir og ekki síst endurspeglun á íslenska menningu. Við treystum á áhuga fagfólks og áhugamanna um að hlúa að Herferð með okkur og stuðla að sterkum og langlífum fagmiðli sem mun efla bransann hér á landi,“ segir Erna. „Eftir að hafa unnið erlendis undanfarinn áratug með miðlun og samskipti, rákum við okkur á að það vantaði góðan og faglegan vettvang til að fjalla um markaðsmál á Íslandi. Það var því upplagt að ráðast í að koma Herferð á laggirnar og gera okkar til að styðja við umræðuna um íslensk markaðsmál og styrkja í leiðinni ásýnd iðnaðarins,“ segir Anna Margrét.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira