Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 10:04 Anna Margrét og Erna hafa sett vefsíðu í loftið til að auðvelda fólki í auglýsingaiðnaði að koma efni sínu á framfæri. Herferð Fjölmiðla-, markaðs- og almannatengslakonurnar Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir hafa sett nýjan vefmiðil í loftið sem er tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaði á Íslandi. Miðillinn heitir Herferð. „Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar. Ekki verður tekið greitt fyrir að hljóta birtingu á miðlinum. Einnig verða þar birtir pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleiri,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. Fyrsti viðmælandi er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Hann ræðir m.a. mikilvægi markaðsmála fyrir framgang fyrirtækisins ásamt frekari fyriráætlunum um hinn kostnaðarsama Collab-útflutning. „Markmiðið með Herferð er að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi. Herferð skapar þannig tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og veitir vettvang fyrir faglega umræðu um íslensk markaðsmál,“ segir í tilkynningunni. Vísað er til sambærilegra miðla erlendis svo sem AdWeek, The Drum og Kampanje. Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis. Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis sem og erlendis. „Við lítum á þennan miðil sem öflun á samtímaheimildum í faginu sem hefur verið ábótavant. Þetta er okkar framlag í að stofna til gagnagrunns um íslenska sköpunargleði í dægurmenningu; auglýsingagerð, mörkun, markaðshugsjónir og ekki síst endurspeglun á íslenska menningu. Við treystum á áhuga fagfólks og áhugamanna um að hlúa að Herferð með okkur og stuðla að sterkum og langlífum fagmiðli sem mun efla bransann hér á landi,“ segir Erna. „Eftir að hafa unnið erlendis undanfarinn áratug með miðlun og samskipti, rákum við okkur á að það vantaði góðan og faglegan vettvang til að fjalla um markaðsmál á Íslandi. Það var því upplagt að ráðast í að koma Herferð á laggirnar og gera okkar til að styðja við umræðuna um íslensk markaðsmál og styrkja í leiðinni ásýnd iðnaðarins,“ segir Anna Margrét. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
„Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar. Ekki verður tekið greitt fyrir að hljóta birtingu á miðlinum. Einnig verða þar birtir pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleiri,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. Fyrsti viðmælandi er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Hann ræðir m.a. mikilvægi markaðsmála fyrir framgang fyrirtækisins ásamt frekari fyriráætlunum um hinn kostnaðarsama Collab-útflutning. „Markmiðið með Herferð er að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi. Herferð skapar þannig tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og veitir vettvang fyrir faglega umræðu um íslensk markaðsmál,“ segir í tilkynningunni. Vísað er til sambærilegra miðla erlendis svo sem AdWeek, The Drum og Kampanje. Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis. Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis sem og erlendis. „Við lítum á þennan miðil sem öflun á samtímaheimildum í faginu sem hefur verið ábótavant. Þetta er okkar framlag í að stofna til gagnagrunns um íslenska sköpunargleði í dægurmenningu; auglýsingagerð, mörkun, markaðshugsjónir og ekki síst endurspeglun á íslenska menningu. Við treystum á áhuga fagfólks og áhugamanna um að hlúa að Herferð með okkur og stuðla að sterkum og langlífum fagmiðli sem mun efla bransann hér á landi,“ segir Erna. „Eftir að hafa unnið erlendis undanfarinn áratug með miðlun og samskipti, rákum við okkur á að það vantaði góðan og faglegan vettvang til að fjalla um markaðsmál á Íslandi. Það var því upplagt að ráðast í að koma Herferð á laggirnar og gera okkar til að styðja við umræðuna um íslensk markaðsmál og styrkja í leiðinni ásýnd iðnaðarins,“ segir Anna Margrét.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira