„Okkur fannst það skylda að klára með sigri“ Stefán Marteinn skrifar 1. október 2024 21:57 Lengst til vinstri: Rúnar Ingi Erlingsson, forveri Einars Árna og núverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík. Halldór Karlsson - formaður og loks Einar Árni Jóhannsson sem er í dag þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur. JBÓ/Njarðvík Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54. „Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“ Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“
Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira