Lífið

Nýr erfingi á leiðinni í Bret­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa.
Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Beatrice prinsessa af Bretlandi á von á sínu öðru barni með eiginmanninum Eduardo Mapelli Mozzi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni, að því er fram kemur í breskum miðlum.

Von er á barninu í heiminn í vor. Beatrice er barnabarn Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningar og dóttir Andrésar Bretaprinsar. Hún og Mozzi giftu sig svo athygli vakti í kyrrþey árið 2020.

Fyrir eiga þau Mozzi eina dóttur, hina þriggja ára gömlu Siennu. Þá á Mozzi átta ára gamlan son úr fyrra sambandi að nafni Wolfie.

Fram kemur í umfjöllun breskra miðla að frændi prinsessunnar, Karl Bretlandskonungur hafi fengið fregnirnar af nýjasta meðlimi fjölskyldunnar. Í tilkynningu frá Buckingham höll segir að fjölskyldan sé himinlifandi með fregnirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.