Dómarinn fyrrverandi segir Bruno hafa átt að fá gult Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 19:01 Bruno Fernandes fékk rautt spjald fyrir þetta spark í James Maddison. Getty/Catherine Ivill Dermot Gallagher, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og núverandi sérfræðingur Sky Sports, segir að fyrirliðinn Bruno Fernandes hefði ekki átt að fá beint rautt spjald gegn Tottenham Hotspur um helgina. Fernandes fékk að líta rauða spjaldið þegar Tottenham leiddi 1-0 á Old Trafford í leik liðanna um liðna helgi. Portúgalinn rann er hann nálgaðist James Maddison og rakst á endanum utan í Maddison sem féll til jarðar. Brotið leit verr út en það í raun og veru var þar sem í raun virtist sem Fernandes hefði runnið og rekið takkana í fótlegg Maddison. Þrátt fyrir að það væri ekki raunin ákvað dómarateymi leiksins ekki að breyta ákvörðun sinni og Fernandes var sendur í sturtu. Hvort Man United hefði gengið betur 11 gegn 11 er alls óvíst miðað við yfirburði Tottenham fram að rauða spjaldinu en gestirnir úr Lundúnum unnu á endanum 3-0 sigur. Hinn 67 ára gamli Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til 2007. Í dag starfar hann að hluta til fyrir Sky Sports þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir deildarinnar. Dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.Phil Noble/Getty Images „Ég held að dómarinn sjái ekki atvikið nægilega vel. Hann sér ekki hvernig tæklingin fer. Hann rétt rekst utan í fótlegginn. Þetta er hálfgerð sjónhverfing, fýsilegri ákvörðun hefði verið gult spjald,“ sagði Dermot um rauða spjaldið. Sparkspekingurinn Sue Smith tók undir með dómaranum fyrrverandi. „Þetta er aldrei rautt. Hann rennur og snertir hann með hælnum. Það er enginn illska í þessu og hann er ekki að setja mótherjann í hættu. Þetta er án alls efa ekki rautt spjald, í mesta lagi gult.“ Talið er öruggt að Man United muni áfrýja rauða spjaldi Bruno en sem stendur er fyrirliðinn á leið í þriggja leikja bann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Sjá meira
Fernandes fékk að líta rauða spjaldið þegar Tottenham leiddi 1-0 á Old Trafford í leik liðanna um liðna helgi. Portúgalinn rann er hann nálgaðist James Maddison og rakst á endanum utan í Maddison sem féll til jarðar. Brotið leit verr út en það í raun og veru var þar sem í raun virtist sem Fernandes hefði runnið og rekið takkana í fótlegg Maddison. Þrátt fyrir að það væri ekki raunin ákvað dómarateymi leiksins ekki að breyta ákvörðun sinni og Fernandes var sendur í sturtu. Hvort Man United hefði gengið betur 11 gegn 11 er alls óvíst miðað við yfirburði Tottenham fram að rauða spjaldinu en gestirnir úr Lundúnum unnu á endanum 3-0 sigur. Hinn 67 ára gamli Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til 2007. Í dag starfar hann að hluta til fyrir Sky Sports þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir deildarinnar. Dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.Phil Noble/Getty Images „Ég held að dómarinn sjái ekki atvikið nægilega vel. Hann sér ekki hvernig tæklingin fer. Hann rétt rekst utan í fótlegginn. Þetta er hálfgerð sjónhverfing, fýsilegri ákvörðun hefði verið gult spjald,“ sagði Dermot um rauða spjaldið. Sparkspekingurinn Sue Smith tók undir með dómaranum fyrrverandi. „Þetta er aldrei rautt. Hann rennur og snertir hann með hælnum. Það er enginn illska í þessu og hann er ekki að setja mótherjann í hættu. Þetta er án alls efa ekki rautt spjald, í mesta lagi gult.“ Talið er öruggt að Man United muni áfrýja rauða spjaldi Bruno en sem stendur er fyrirliðinn á leið í þriggja leikja bann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Sjá meira