Boðað til fundar ráðuneyta og nefnda Alþingis um Ölfusárbrú í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:16 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Boðað hefur verið til fundar meirihluta fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með fulltrúum fjármálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins um stöðu nýrrar Ölfusárbrúar í dag. Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira