Fær Njarðvík frekar stimpilinn? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 23:16 Afturelding losaði Mosfellsbæ við þann stimpil á laugardag, að vera stærsti bær landsins sem aldrei hefði átt lið í efstu deild karla í fótbolta. vísir/Anton Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður. Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður.
Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira