Tap hjá Frey gegn liðinu sem vildi hann | Lið Sveindísar steinlá Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 17:21 Freyr Alexandersson varð að sætta sig við tap í dag eftir annasama viku. Getty/Filip Lanszweert Kortrijk, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, varð að sætta sig við 3-0 tap á útivelli gegn silfurliði síðasta tímabils, Union St. Gilloise, í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Freyr var í sumar orðaður við stjórastarfið hjá Union en samkvæmt frétt Fótbolta.net hafnaði hann tilboði um að taka við liðinu. Félagið réði í staðinn Sébastien Pocognoli sem er með Union í 8. sæti. Leikurinn í dag var jafnframt fyrsti leikur Kortrijk eftir falsfréttir vikunnar um að Freyr hefði logið að leikmönnum sínum til að geta rætt við Cardiff um að taka við velska félaginu. Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Kortrijk að vanda en liðið hefur nú spilað fimm leiki í röð án sigurs og er í 14. sæti af 16 liðum, með átta stig eftir níu leiki. Sævar Atli lagði upp jöfnunarmark Fyrrverandi lærisveinn Freys, Sævar Atli Magnússon, lagði upp jöfnunarmark á síðustu stundu þegar Lyngby náði 2-2 jafntefli við Silkeborg, liðið í 3. sæti, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stigið breytir því ekki að Lyngby er í næstneðsta sæti af tólf liðum, með sjö stig eftir tíu leiki. Þriggja marka tap hjá Sveindísi Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Wolfsburg sem mátti þola 3-0 tap á útivelli gegn Frankfurt í þýsku deildinni. Sveindís kom inná á 63. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2-0. Wolfsburg er því í 5. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki en Frankfurt er með tíu stig í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Kristian á bekknum hjá Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson þarf enn að bíða eftir að komast aftur inn í lið Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. Hann fylgdist með af varamannabekknum þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Waalwijk á útivelli. Bertrand Traoré og Mika Godts skoruðu mörkin á síðasta korteri leiksins. Ajax er í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Þýski boltinn Belgíski boltinn Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Freyr var í sumar orðaður við stjórastarfið hjá Union en samkvæmt frétt Fótbolta.net hafnaði hann tilboði um að taka við liðinu. Félagið réði í staðinn Sébastien Pocognoli sem er með Union í 8. sæti. Leikurinn í dag var jafnframt fyrsti leikur Kortrijk eftir falsfréttir vikunnar um að Freyr hefði logið að leikmönnum sínum til að geta rætt við Cardiff um að taka við velska félaginu. Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Kortrijk að vanda en liðið hefur nú spilað fimm leiki í röð án sigurs og er í 14. sæti af 16 liðum, með átta stig eftir níu leiki. Sævar Atli lagði upp jöfnunarmark Fyrrverandi lærisveinn Freys, Sævar Atli Magnússon, lagði upp jöfnunarmark á síðustu stundu þegar Lyngby náði 2-2 jafntefli við Silkeborg, liðið í 3. sæti, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stigið breytir því ekki að Lyngby er í næstneðsta sæti af tólf liðum, með sjö stig eftir tíu leiki. Þriggja marka tap hjá Sveindísi Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Wolfsburg sem mátti þola 3-0 tap á útivelli gegn Frankfurt í þýsku deildinni. Sveindís kom inná á 63. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2-0. Wolfsburg er því í 5. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki en Frankfurt er með tíu stig í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Kristian á bekknum hjá Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson þarf enn að bíða eftir að komast aftur inn í lið Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. Hann fylgdist með af varamannabekknum þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Waalwijk á útivelli. Bertrand Traoré og Mika Godts skoruðu mörkin á síðasta korteri leiksins. Ajax er í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki.
Þýski boltinn Belgíski boltinn Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira