Tap hjá Frey gegn liðinu sem vildi hann | Lið Sveindísar steinlá Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 17:21 Freyr Alexandersson varð að sætta sig við tap í dag eftir annasama viku. Getty/Filip Lanszweert Kortrijk, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, varð að sætta sig við 3-0 tap á útivelli gegn silfurliði síðasta tímabils, Union St. Gilloise, í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Freyr var í sumar orðaður við stjórastarfið hjá Union en samkvæmt frétt Fótbolta.net hafnaði hann tilboði um að taka við liðinu. Félagið réði í staðinn Sébastien Pocognoli sem er með Union í 8. sæti. Leikurinn í dag var jafnframt fyrsti leikur Kortrijk eftir falsfréttir vikunnar um að Freyr hefði logið að leikmönnum sínum til að geta rætt við Cardiff um að taka við velska félaginu. Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Kortrijk að vanda en liðið hefur nú spilað fimm leiki í röð án sigurs og er í 14. sæti af 16 liðum, með átta stig eftir níu leiki. Sævar Atli lagði upp jöfnunarmark Fyrrverandi lærisveinn Freys, Sævar Atli Magnússon, lagði upp jöfnunarmark á síðustu stundu þegar Lyngby náði 2-2 jafntefli við Silkeborg, liðið í 3. sæti, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stigið breytir því ekki að Lyngby er í næstneðsta sæti af tólf liðum, með sjö stig eftir tíu leiki. Þriggja marka tap hjá Sveindísi Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Wolfsburg sem mátti þola 3-0 tap á útivelli gegn Frankfurt í þýsku deildinni. Sveindís kom inná á 63. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2-0. Wolfsburg er því í 5. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki en Frankfurt er með tíu stig í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Kristian á bekknum hjá Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson þarf enn að bíða eftir að komast aftur inn í lið Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. Hann fylgdist með af varamannabekknum þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Waalwijk á útivelli. Bertrand Traoré og Mika Godts skoruðu mörkin á síðasta korteri leiksins. Ajax er í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Þýski boltinn Belgíski boltinn Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Freyr var í sumar orðaður við stjórastarfið hjá Union en samkvæmt frétt Fótbolta.net hafnaði hann tilboði um að taka við liðinu. Félagið réði í staðinn Sébastien Pocognoli sem er með Union í 8. sæti. Leikurinn í dag var jafnframt fyrsti leikur Kortrijk eftir falsfréttir vikunnar um að Freyr hefði logið að leikmönnum sínum til að geta rætt við Cardiff um að taka við velska félaginu. Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Kortrijk að vanda en liðið hefur nú spilað fimm leiki í röð án sigurs og er í 14. sæti af 16 liðum, með átta stig eftir níu leiki. Sævar Atli lagði upp jöfnunarmark Fyrrverandi lærisveinn Freys, Sævar Atli Magnússon, lagði upp jöfnunarmark á síðustu stundu þegar Lyngby náði 2-2 jafntefli við Silkeborg, liðið í 3. sæti, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stigið breytir því ekki að Lyngby er í næstneðsta sæti af tólf liðum, með sjö stig eftir tíu leiki. Þriggja marka tap hjá Sveindísi Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Wolfsburg sem mátti þola 3-0 tap á útivelli gegn Frankfurt í þýsku deildinni. Sveindís kom inná á 63. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2-0. Wolfsburg er því í 5. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki en Frankfurt er með tíu stig í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Kristian á bekknum hjá Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson þarf enn að bíða eftir að komast aftur inn í lið Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. Hann fylgdist með af varamannabekknum þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Waalwijk á útivelli. Bertrand Traoré og Mika Godts skoruðu mörkin á síðasta korteri leiksins. Ajax er í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki.
Þýski boltinn Belgíski boltinn Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira