Kveðst tilbúinn í kosningar þegar „þessi ríkisstjórn springur loksins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 13:40 Arnar Þór Jónsson boðar stofnun Lýðræðisflokksins. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson vill aukið beint lýðræði, efla öryggi landsmanna og tryggja frelsi einstaklingsins með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann kveðst hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks sem sumt hafi reynslu úr öðrum stjórnmálaflokkum og stefnan sé sett á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór. Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór.
Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira