Kveðst tilbúinn í kosningar þegar „þessi ríkisstjórn springur loksins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 13:40 Arnar Þór Jónsson boðar stofnun Lýðræðisflokksins. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson vill aukið beint lýðræði, efla öryggi landsmanna og tryggja frelsi einstaklingsins með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann kveðst hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks sem sumt hafi reynslu úr öðrum stjórnmálaflokkum og stefnan sé sett á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór. Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór.
Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira