Ullarvika til heiðurs íslensku sauðkindinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2024 14:05 Ullarvikan á Suðurlandi er alltaf mjög spennandi enda fjölbreytt dagskrá i boði til heiðurs íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu. Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar
Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira