Ísak Bergmann og Valgeir Lunddal Friðriksson voru báðir í byrjunarliði Düsseldorf sem komst yfir í leiknum en Greuther Fürth jafnaði metin áður en fyrri hálfleik var lokið. Það stefndi allt í að leikurinn myndi enda með 1-1 jafntefli en Íslendingaliðið fékk vítaspyrnu undir lok leiks.
Ísak Bergmann steig á punktinn og tryggði Düsseldorf mikilvæg þrjú stig. Ísak Bergmann lék allan leikinn á miðsvæðinu á meðan Valgeir Lunddal var tekinn af velli þegar tíu mínútur lifðu leiks.
• Erster Auswärtssieg in Fürth seit zwölf Jahren! 🤩
— Fortuna Düsseldorf (@f95) September 27, 2024
• Alle vier bisherigen Zweitliga-Auswärtsspiele gewonnen! 🤩
• Seit 21 Zweitliga-Spielen unbesiegt! 🤩#f95 | 🔴⚪️ | #SGFF95 pic.twitter.com/vUxTinayjx
Með sigrinum fer Íslendingaliðið á topp deildarinnar með 17 stig að loknum sjö leikjum en Karlsruher SC getur jafnað Düsseldorf að stigum með sigri um helgina.