Markvarslan Alisson í blóð borin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 07:00 Alisson er án efa einn besti markvörður heims. EPA-EFE/PETER POWELL Alisson Becker, markvörður Liverpool og Brasilíu, segir titla ekki vera sína helstu hvatningu en segja má að markvarsla sé honum í blóð borin. Segja má að markvarsla sé fjölskylduáhugamál en eldri bróðirinn Muriel hóf feril sinn sem markvörður hjá Internacional. Átti það eftir að hafa mikil áhrif á Alisson. Móðir þeirra, Magali Lino de Souza Becker, lék lengi vel sem handboltamarkvörður. Faðir þeirra bræðra heitinn, Jose Agostinho Becker, var markvörður fyrir vinnustað sinn og langafi þeirra var markvörður fyrir áhugamannalið á árum áður. Alisson "will always be thankful" for the love and support he was shown when he lost his dad."I miss him every day" ❤#BBCFootball pic.twitter.com/z1Jo5r8meG— Match of the Day (@BBCMOTD) September 27, 2024 Þrátt fyrir allt þetta reyndi Muriel að tala Alisson til og koma í veg fyrir að yngri bróðirinn yrði markvörður. Alisson lét ekki til segjast og sér ekki eftir því í dag. Hann var til viðtals í þættinum Football Focus. Ræddi hann þar við Joe Hart, fyrrverandi markvörð Manchester City, Celtic og enska landsliðsins. „Bróðir minn vissi hversu erfitt það er að vera markvörður og hann sagði mér að spila sem framherji eða annars staðar á vellinum því það væri of mikil þjáning fólgin í því að vera markvörður.“ Alisson sagðist hafa reynt fyrir sér á miðri miðjunni en það hafi aðeins tekið eina æfingu að sjá að það væri ekki fyrir hann. „Ég naut þess að horfa á Muriel milli stanganna. Sjá hann skutla sér og verja boltann. Ég valdi að gera það sama og ég elska að vera markvörður.“ Hvað fyrirmyndir varða sem eru ekki bundnar honum fjölskylduböndum þá sagðist Alisson horfa upp til samlanda síns Claudio Taffarel, ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon sem og þýska risans Manuel Neuer sem er enn að spila með Bayern München. Alisson til mikillar gleði hóf Taffarel störf hjá Liverpool árið 2021. „Ég vill æfa vel og mikið ,hann veit það. Við eigum í góðu vinasambandi og það lætur okkur leggja enn harðar að okkur. Hann hjálpar mér mikið og við skiljum hvorn annan. hann er fyrirmynd sem persónu og ég tel mig heppinn að hafa hann í mínu horni.“ Titlar ekki helsta hvatningin Hinn 31 árs gamli Alisson hóf ferilinn hjá Internacional, fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Liverpool árið 2018. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina, HM félagsliða og enska deildarbikarinn. Hann er trúaður og þakkar trúarlegu uppeldi sínu sem og vinnusiðfræði árangur sinn á vellinum. „Mín helsta hvatning eru ekki titlarnir, hvatning mín kemur að innan. Trú mín lætur mig leggja hart að mér. Ég vil vera sá besti í því sem ég geri því ég trúi að allt sem trúi sé hrós til Guðs. Að vinna titla og verðlaun gerir mig glaðan en hvatning mín kemur að innan og frá fjölskyldu minni.“ 🗣️ "We think he is [back]. He trained yesterday as part of our session with the group"Liverpool boss Arne Slot says Alisson should be available for their clash with Wolves 🔴 pic.twitter.com/jRNigVzdTC— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 27, 2024 Í lokin á viðtalinu kemur fram að Arne Slot vilji hafa Alisson meira í æfingum með liðinu svo hann sé betri í að spila út. Það er eitthvað sem Brasilíumaðurinn er ánægður með. „Hann er klár þjálfari og hefur hjálpað okkur mikið. Þú sérð hvernig við erum að spila nú. Við erum með gott leikplan og erum að fara í rétta átt.“ Að endingu sagðist Alisson vera 100 prósent skuldbundinn Liverpool en hann var orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og þá keypti Liverpool nýjan markvörð. Ef til vill þarf sá að bíða lengur eftir að taka við sem aðalmarkvörður þar sem Alisson virðist ekki vera að fara neitt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Segja má að markvarsla sé fjölskylduáhugamál en eldri bróðirinn Muriel hóf feril sinn sem markvörður hjá Internacional. Átti það eftir að hafa mikil áhrif á Alisson. Móðir þeirra, Magali Lino de Souza Becker, lék lengi vel sem handboltamarkvörður. Faðir þeirra bræðra heitinn, Jose Agostinho Becker, var markvörður fyrir vinnustað sinn og langafi þeirra var markvörður fyrir áhugamannalið á árum áður. Alisson "will always be thankful" for the love and support he was shown when he lost his dad."I miss him every day" ❤#BBCFootball pic.twitter.com/z1Jo5r8meG— Match of the Day (@BBCMOTD) September 27, 2024 Þrátt fyrir allt þetta reyndi Muriel að tala Alisson til og koma í veg fyrir að yngri bróðirinn yrði markvörður. Alisson lét ekki til segjast og sér ekki eftir því í dag. Hann var til viðtals í þættinum Football Focus. Ræddi hann þar við Joe Hart, fyrrverandi markvörð Manchester City, Celtic og enska landsliðsins. „Bróðir minn vissi hversu erfitt það er að vera markvörður og hann sagði mér að spila sem framherji eða annars staðar á vellinum því það væri of mikil þjáning fólgin í því að vera markvörður.“ Alisson sagðist hafa reynt fyrir sér á miðri miðjunni en það hafi aðeins tekið eina æfingu að sjá að það væri ekki fyrir hann. „Ég naut þess að horfa á Muriel milli stanganna. Sjá hann skutla sér og verja boltann. Ég valdi að gera það sama og ég elska að vera markvörður.“ Hvað fyrirmyndir varða sem eru ekki bundnar honum fjölskylduböndum þá sagðist Alisson horfa upp til samlanda síns Claudio Taffarel, ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon sem og þýska risans Manuel Neuer sem er enn að spila með Bayern München. Alisson til mikillar gleði hóf Taffarel störf hjá Liverpool árið 2021. „Ég vill æfa vel og mikið ,hann veit það. Við eigum í góðu vinasambandi og það lætur okkur leggja enn harðar að okkur. Hann hjálpar mér mikið og við skiljum hvorn annan. hann er fyrirmynd sem persónu og ég tel mig heppinn að hafa hann í mínu horni.“ Titlar ekki helsta hvatningin Hinn 31 árs gamli Alisson hóf ferilinn hjá Internacional, fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Liverpool árið 2018. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina, HM félagsliða og enska deildarbikarinn. Hann er trúaður og þakkar trúarlegu uppeldi sínu sem og vinnusiðfræði árangur sinn á vellinum. „Mín helsta hvatning eru ekki titlarnir, hvatning mín kemur að innan. Trú mín lætur mig leggja hart að mér. Ég vil vera sá besti í því sem ég geri því ég trúi að allt sem trúi sé hrós til Guðs. Að vinna titla og verðlaun gerir mig glaðan en hvatning mín kemur að innan og frá fjölskyldu minni.“ 🗣️ "We think he is [back]. He trained yesterday as part of our session with the group"Liverpool boss Arne Slot says Alisson should be available for their clash with Wolves 🔴 pic.twitter.com/jRNigVzdTC— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 27, 2024 Í lokin á viðtalinu kemur fram að Arne Slot vilji hafa Alisson meira í æfingum með liðinu svo hann sé betri í að spila út. Það er eitthvað sem Brasilíumaðurinn er ánægður með. „Hann er klár þjálfari og hefur hjálpað okkur mikið. Þú sérð hvernig við erum að spila nú. Við erum með gott leikplan og erum að fara í rétta átt.“ Að endingu sagðist Alisson vera 100 prósent skuldbundinn Liverpool en hann var orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og þá keypti Liverpool nýjan markvörð. Ef til vill þarf sá að bíða lengur eftir að taka við sem aðalmarkvörður þar sem Alisson virðist ekki vera að fara neitt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti