„Yfirvofandi,“ skrifar Hólmfríður í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Hjónin gengu í hnapphelduna fyrir tveimur árum síðan á Spáni svo athygli vakti. Þau eiga fyrir tvö börn, stúlku fædda árið 2016 og dreng sem fæddur er árið 2020.
Hjónin höfðu undanfarin ár búið í Bretlandi þar sem Jóhann var leikmaður Burnley allt þar til í síðasta mánuði. Þá gekk hann til liðs við Al Orobah í úrvalsdeild Sádí-Arabíu. Jóhann verður 34 ára gamall í október en hann hafði spilað með Burnley í átta ár, allt frá EM árinu mikla 2016. Hann lék tvöhundruð deildarleiki fyrir félagið.