Ólæti vörpuðu skugga á dramatískan borgarslag 29. september 2024 18:30 Angel Correa nær hér að jafna metin í baráttu við Eder Militao sem hafði komið Real Madrid yfir. Getty/Florencia Tan Jun Angel Correa kom Atlético Madrid til bjargar í blálokin og tryggði liðinu 1-1 jafntefli við Real Madrid í höfuðborgarslagnum á Spáni í kvöld. Leikurinn tók mun lengri tíma en ella vegna óláta stuðningsmanna. Markið frá Correa var reyndar fyrst dæmt af, sennilega vegna gruns um hendi, en eftir skoðun á myndbandi fékk það að standa. Markið kom seint í uppbótartíma en þó var enn tími fyrir Marcos Llorente til að fá beint rautt spjald, eftir skoðun á myndbandi, fyrir glórulausa tæklingu. Dramatíkin í lokin var í takti við það sem búast má við í svona grannaslag en ólætin voru of mikil utan vallar og dróst seinni hálfleikur mjög á langinn vegna þess. Jose Gimenez og Koke ræddu við stuðningsmenn Atlético og reyndu að róa þá niður.Getty/Florencia Tan Jun Áhorfendur köstuðu lausamunum inn á völlinn og Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, rétti dómaranum til að mynda kveikjara sem kastað hafði verið í átt til hans. Stjórinn Diego Simeone reyndi að róa stuðningsmenn Atlético niður og Jose Gimenez og fyrirliðinn Koke fóru til þeirra til þess að ræða málin, en dómarinn sendi alla leikmenn inn til búningsklefa og um tuttugu mínútna töf varð. Multiple items including a lighter and a bag of unidentifiable items were thrown towards the direction of Thibaut Courtois.Courtois played at Atleti for three years. pic.twitter.com/yFkZENrYa6— ESPN FC (@ESPNFC) September 29, 2024 Staðan var þá 1-0 fyrir Real eftir mark frá Eder Militao. Luka Modric tók aukaspyrnu snöggt og sendi fram vinstra megin á Vinicius Junior sem að reyndi fyrirgjöf. Boltinn endaði hjá Militao og miðvörðurinn gat tekið hann niður með brjótskassanum og skotið í markið á 64. mínútu. Eftir hléið á leiknum reyndi Atlético án afláts að jafna metin og tókst það nánast á síðustu stundu. Barcelona fagnar eflaust úrslitunum en liðið er efst í deildinni með 21 stig, þrátt fyrir 4-2 tapið gegn Osasuna í gær. Real er núna með 18 stig í 2. sæti og Atlético með 16 stig í 3. sætinu. Spænski boltinn
Angel Correa kom Atlético Madrid til bjargar í blálokin og tryggði liðinu 1-1 jafntefli við Real Madrid í höfuðborgarslagnum á Spáni í kvöld. Leikurinn tók mun lengri tíma en ella vegna óláta stuðningsmanna. Markið frá Correa var reyndar fyrst dæmt af, sennilega vegna gruns um hendi, en eftir skoðun á myndbandi fékk það að standa. Markið kom seint í uppbótartíma en þó var enn tími fyrir Marcos Llorente til að fá beint rautt spjald, eftir skoðun á myndbandi, fyrir glórulausa tæklingu. Dramatíkin í lokin var í takti við það sem búast má við í svona grannaslag en ólætin voru of mikil utan vallar og dróst seinni hálfleikur mjög á langinn vegna þess. Jose Gimenez og Koke ræddu við stuðningsmenn Atlético og reyndu að róa þá niður.Getty/Florencia Tan Jun Áhorfendur köstuðu lausamunum inn á völlinn og Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, rétti dómaranum til að mynda kveikjara sem kastað hafði verið í átt til hans. Stjórinn Diego Simeone reyndi að róa stuðningsmenn Atlético niður og Jose Gimenez og fyrirliðinn Koke fóru til þeirra til þess að ræða málin, en dómarinn sendi alla leikmenn inn til búningsklefa og um tuttugu mínútna töf varð. Multiple items including a lighter and a bag of unidentifiable items were thrown towards the direction of Thibaut Courtois.Courtois played at Atleti for three years. pic.twitter.com/yFkZENrYa6— ESPN FC (@ESPNFC) September 29, 2024 Staðan var þá 1-0 fyrir Real eftir mark frá Eder Militao. Luka Modric tók aukaspyrnu snöggt og sendi fram vinstra megin á Vinicius Junior sem að reyndi fyrirgjöf. Boltinn endaði hjá Militao og miðvörðurinn gat tekið hann niður með brjótskassanum og skotið í markið á 64. mínútu. Eftir hléið á leiknum reyndi Atlético án afláts að jafna metin og tókst það nánast á síðustu stundu. Barcelona fagnar eflaust úrslitunum en liðið er efst í deildinni með 21 stig, þrátt fyrir 4-2 tapið gegn Osasuna í gær. Real er núna með 18 stig í 2. sæti og Atlético með 16 stig í 3. sætinu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti