Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 12:39 Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on seldi þá til Davíðs Viðarssonar, eða Quang Le. Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús Wok on, segir í samtali við fréttastofu að við yfirferð á bókhaldi félagsins hafi komið í ljós óútskýrðar færslur, bæði í bókhaldi sem og millifærslur á bankareikningum, sem ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar á. Mbl.is greindi fyrst frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að félag Kristjáns, Darko ehf. hafi um tíma verið í eigu fjölskyldumeðlims hans áður en hann var aftur skráður eigandi þess. Greint var frá því í febrúar á þessu ári að Davíð Viðarsson, eða Quang Le, væri orðinn eini eigandi Wok on. Einar segir að um sé að ræða ótal færslur frá Wok in til Darko, sem eins og áður segir eru á fjórða tug milljóna. Eitthvað sé um færslur í öfuga átt, frá Wok on til Darko, en þær séu mjög litlar í samanburði. Darko var hluthafi í Wok on, en Einar útskýrir að það sé óheimilt fyrir einkahlutafélög að veita hluthöfum lán. Litið sé svo á að um ólögmæta lánveitingu hafi verið að ræða. Einar segir að eignir á vegum Darko hafi veirð kyrrsettar til tryggingar á skuldinni. „Þannig það er búið að gera ráðstafanir til að reyna að tryggja það að krafan fáist greidd fari málið eins og lagt er upp með.“ Mbl.is greindi einnig frá því á dögunum að launakröfum í þrotabúið hefði verið hafnað að hluta vegna þess að skiptastjórar teldu sig ekki hafa nægar upplýsingar um hversu margar vinnustundir starfsfólk hefði unnið. Einar segir að allar kröfur hafi verið samþykktar upp að vissu marki. „Það eru samþykkt laun í uppsagnarfresti og ef um ógreidd laun er að ræða, og orlofsgreiðslur og annað þvíumlíkt. En síðan voru ekki lögð fram fullnægjandi gögn um annað tjón en þetta, eins og til dæmis að einhver hafi unnið fleiri vinnustundir heldur en tímaskýrslur og launaseðlar gefa til kynna.“ Að mati Einars hefur yfirstandandi sakamálarannsókn ekki beina tengingu við kröfurnar, en vissulega geti eitthvað komið upp við slíka rannsókn sem hafi áhrif á málið. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús Wok on, segir í samtali við fréttastofu að við yfirferð á bókhaldi félagsins hafi komið í ljós óútskýrðar færslur, bæði í bókhaldi sem og millifærslur á bankareikningum, sem ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar á. Mbl.is greindi fyrst frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að félag Kristjáns, Darko ehf. hafi um tíma verið í eigu fjölskyldumeðlims hans áður en hann var aftur skráður eigandi þess. Greint var frá því í febrúar á þessu ári að Davíð Viðarsson, eða Quang Le, væri orðinn eini eigandi Wok on. Einar segir að um sé að ræða ótal færslur frá Wok in til Darko, sem eins og áður segir eru á fjórða tug milljóna. Eitthvað sé um færslur í öfuga átt, frá Wok on til Darko, en þær séu mjög litlar í samanburði. Darko var hluthafi í Wok on, en Einar útskýrir að það sé óheimilt fyrir einkahlutafélög að veita hluthöfum lán. Litið sé svo á að um ólögmæta lánveitingu hafi verið að ræða. Einar segir að eignir á vegum Darko hafi veirð kyrrsettar til tryggingar á skuldinni. „Þannig það er búið að gera ráðstafanir til að reyna að tryggja það að krafan fáist greidd fari málið eins og lagt er upp með.“ Mbl.is greindi einnig frá því á dögunum að launakröfum í þrotabúið hefði verið hafnað að hluta vegna þess að skiptastjórar teldu sig ekki hafa nægar upplýsingar um hversu margar vinnustundir starfsfólk hefði unnið. Einar segir að allar kröfur hafi verið samþykktar upp að vissu marki. „Það eru samþykkt laun í uppsagnarfresti og ef um ógreidd laun er að ræða, og orlofsgreiðslur og annað þvíumlíkt. En síðan voru ekki lögð fram fullnægjandi gögn um annað tjón en þetta, eins og til dæmis að einhver hafi unnið fleiri vinnustundir heldur en tímaskýrslur og launaseðlar gefa til kynna.“ Að mati Einars hefur yfirstandandi sakamálarannsókn ekki beina tengingu við kröfurnar, en vissulega geti eitthvað komið upp við slíka rannsókn sem hafi áhrif á málið.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent